Erlent

Par grunað um hryðjuverk handtekið á Heathrow

Breska lögreglan handtók par á þrítugsaldri á Heathrow flugvellinum í gærkvöldi en parið er grunað um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í Bretlandi.

Parið mun hafa verið að koma frá Sýrlandi þegar það var handtekið. Í framhaldi af handtökunni voru gerðar húsleitir í tveimur húsum í London en enginn var handtekinn í þeim aðgerðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×