Erlent

Skutu gúmmikúlum á mótmælendur í Madrid

Frá mótmælunum í kvöld.
Frá mótmælunum í kvöld.
Minnsta kosti tuttugu hafa verið handteknir í mótmælum við alþingishúsið í Madríd á Spáni í kvöld auk þess sem lögreglan hefur skotið gúmmíkúlum á mótmælendur. Upp úr sauð þegar mótmælendur eiga að hafa reynt að rífa niður grindverk sem skilur mótmælendur að frá þinghúsinu.

Mótmælin eru tilkomin vegna umræðu á þingi um niðurskurðaraðgerðir en ríkið á í verulegum fjárhagsvandræðum. Þá er atvinnuleysi með því mesta í landinu sé miðað við önnur Evrópuríki. 25 prósent landsmanna eru atvinnulausir og er sú prósenta mun hærri hjá ungu fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×