Enski boltinn

Robert Huth tryggði Stoke jafntefli | Komst ekki upp fyrir Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Stoke tókst ekki að  komast upp fyrir Liverpool og alla leið upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Aston Villa í kvöld. Aston Villa var yfir í 39 mínútur en Robert Huth tryggði Stoke stig með jöfnunarmarki 19 mínútum fyrir leikslok.

Stoke var í 12. sæti fyrir leikinn en var aðeins tveimur stigum á eftir Liverpool sem er í áttunda sæti. Sigur hefði því komið lærisveinum Tony Pulis upp í áttunda sætið.

Andreas Weimann kom Aston Villa í 1-0 með frábæru marki á 32. mínútu en Robert Huth jafnaði metin á 71. mínútu með skalla eftir aukaspyrnu frá Jermaine Pennant.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×