Enski boltinn

Hafa ekki unnið á útivelli síðan að Heiðar skoraði tvö á Britannia

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heiðar Helguson
Heiðar Helguson Mynd/Nordic Photos/Getty
Queens Park Rangers heimsækir topplið Manchester United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag og það er ekki hægt að segja að tölfræðin sé með Heiðari Helgusyni og félögum fyrir þennan leik.

QPR hefur ekki unnið á Old Trafford síðan í janúar 1992 og á enn eftir að vinna leik á móti United í ensku úrvalsdeildinni (2 jafntefli, 9 töp).

Það sem meira er að Queens Park Rangers liðið hefur ekki unnið útileik í ensku úrvalsdeildinni síðan að liðið vann 3-2 sigur á Stoke á Britannia 19. nóvember síðastliðinn.

Heiðar Helguson skoraði tvö mörk í þeim leik en hann hefur misst af síðustu níu deildarleikjum liðsins vegna meiðsla. QPR hefur aðeins fengið 2 stig út út síðustu 9 útileikjum sínum en Heiðar hefur aðeins spilað þrjá þeirra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×