Enski boltinn

United er búið að ná í 94 prósent stiga í leikjum Scholes

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liðsfélagar Paul Scholes fagna hér marki hans í dag.
Liðsfélagar Paul Scholes fagna hér marki hans í dag. Mynd/Nordic Photos/Getty
Paul Scholes átti flottan leik og skoraði seinna mark Manchester United í dag þegar liðið vann 2-0 heimasigur á Queens Park Rangers í ensku úrvalsdeildinni og náði um leið átta stiga forskoti á toppi deildarinnar.

Scholes tók skóna af hillunni í janúar og hefur átt mikinn þátt í bættum leik Manchester United á seinni hluta tímabilsins. Tölfræðin sýnir það líka svart á hvíti.

Scholes hefur spilað 12 deildarleiki með Manchester United á tímabilinu og United-liðið hefur náð í 34 stig af 36 mögulegum í þeim.

United-liðið hefur unnið 11 leiki og einu stigin sem töpuðust voru í 3-3 jafntefli á móti Chelsea á Stamford Bridge í byrjun febrúar þar sem Scholes kom inn á sem varamaður í stöðunni 1-3 fyrir Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×