Enski boltinn

Arteta: Megum ekki taka fótinn af bensíngjöfinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mikel Arteta fagnar sigurmarki sínu.
Mikel Arteta fagnar sigurmarki sínu. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsenal náði tveggja stiga forskoti á Tottenham og fór langt með að enda titilvonir Manchester City með því að vinna 1-0 sigur á Manchester City á Emirates í dag en eftir leikinn er Manchester United með átta stiga forskot á City.

„Þetta var mjög mikilvægt fyrir okkur því það voru nokkur lið farin að setja pressu á okkur í baráttunni um Meistaradeildarsætið," sagði Mikel Arteta, hetja Arsenal í dag en hann skoraði sigurmarkið í leiknum þremur mínútum fyrir leikslok.

„Við töpuðum stigum í síðustu viku og þetta voru því mikilvæg þrjú stig. Þetta var gott mark á móti góðu liði sem hefur eytt miklum pening í leikmenn," sagði Arteta.

„Stigataflan breytist á hverjum sunnudegi og það verður þannig til enda tímabilsins. Ef við töpum leik þá hefst baráttan á ný og því megum við ekki taka fótinn af bensíngjöfinni," sagði Arteta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×