Lífið

Hefð að enda á Queen-lagi

Hljómsveitin In Siren heldur útgáfutónleika í kvöld. Hún hefur gert það að hefð að ljúka tónleikum á laginu The Prophet‘s Song með Queen.
Hljómsveitin In Siren heldur útgáfutónleika í kvöld. Hún hefur gert það að hefð að ljúka tónleikum á laginu The Prophet‘s Song með Queen.
Hljómsveitin In Siren fagnar útgáfu plötunnar In Between Dreams á Gamla Gauknum í kvöld. Hljómsveitin hefur gert það að hefð að ljúka tónleikum sínum á Queen-laginu The Prophet‘s Song, en lagið er rúmar átta mínútur að lengd.

„Þetta þróaðist bara svona hjá okkur. Maður er oft klappaður upp á tónleikum og þá þarf maður lag sem hægt er að grípa í. Þetta lag varð fyrir valinu og varð síðan að hefð,“ segir Ragnar Ólafsson, söngvari sveitarinnar, og bætir við að lagið sé í miklu uppáhaldi hjá meðlimum In Siren. „Þetta er frekar þungt rokklag og á margan hátt óvenjulegt fyrir Queen og á það til að gleymast þegar menn líta yfir feril hljómsveitarinnar.“

In Siren leikur svokallað framúrstefnulegt rokk, eða progg eins og það er gjarnan kallað, í anda Trúbrots, Þursaflokksins og bresku sveitarinnar Yes. Ragnar segir tónlistina flókna og tæknilega krefjandi og að það þýði lítið að mæta illa æfður á tónleika. „Gítarleikarinn okkar býr í London og hann hefur verið að æfa sig í fjóra tíma á dag síðustu tíu daga til að æfa lögin upp aftur. Maður þarf að vanda vel til verka, æfa sig vel og vera allsgáður á sviðinu,“ segir hann að lokum.

Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og er aðgangseyrir 1.000 krónur. Áhugasamir geta einnig sótt útgáfu In Siren á The Prophet‘s Song frítt á bandcamp-síðu sveitarinnar. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.