Hefði vanalega tekið dramakast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2012 07:00 Helga Margrét með þjálfaranum Agne Bergvall. Mynd/Hans Uurike Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir byrjaði árið frábærlega með því að bæta Íslandsmet sitt um 93 stig í fyrstu fimmtarþraut sinni á innanhússkeppnistímabilinu þegar hún endaði í 2. sæti á móti í Tallinn í Eistlandi um helgina. Helga Margrét fékk 4.298 stig en gamla metið var 4.205 stig. Helga Margrét tryggði sér metið með því að hlaupa 800 metrana á 2.12,97 mínútum sem er mun hraðari tími en þegar hún setti gamla metið. „Þetta var virkilega gaman. Það voru komin tvö ár síðan að ég setti þetta Íslandsmet þannig að þetta var kærkomið," sagði Helga Margrét sem gat lítið keppt á síðasta tímabili vegna meiðsla. „Þetta er að smella hægt og rólega hjá mér. Ég þarf bara að vera þolinmóð. Þessi meiðsli sem ég hef verið að glíma við setja sitt mark á þessa þraut. Ég hef ekki mikið getað hlaupið grindarhlaup eða stokkið langstökk á æfingum. Þetta eru þær greinar þar sem ég á mest inni í þessari þraut. Ég er samt farin að geta gert þetta allt saman verkjalaust og það er það besta við þetta," segir Helga Margrét en það vakti athygli að hún kom mjög sterk til baka eftir að hafa byrjað illa í 60 metra grindarhlaupinu. „Mesta bætingin hjá mér fyrir þessa þraut var í sjöttu greininni. Ég ákvað fyrir þrautina að sjötta greinin yrði hugarfarið hjá mér. Ég vissi að ég ætti mesti inni þar og það skilaði sér klárlega. Ég fékk áskorun á að finna alltaf eitthvað jákvætt eftir hvert stökk, hvert kast eða hvert hlaup hversu slæmt sem það var. Það var það sem mér fannst hjálpa mér mest," segir Helga og bætir við: „Ég náði mjög slæmum tíma í fyrstu grein og ég hefði vanalega farið í eitthvað dramakast og fundist heimurinn vera að farast. Núna hugsaði ég ekki um það og brosti bara. Maður finnur það núna hversu mikill léttir það er að maður gert ekki gert annað en að taka úrslitunum eins og þau eru," segir Helga en það eru spennandi hlutir fram undan hjá henni. „Eftir tvær vikur fer ég til Hollands eða Austurríkis og keppi þar í fimmtarþraut. Við reiknum þá með að innanhússtímabilinu sé lokið því við ætlum að hætta snemma í ár. Svo byrja ég utanhússtímabilið snemma því við förum til Ástralíu og ég keppni á opna ástralska mótinu í sjöþraut sem fer fram um miðjan apríl. Ég ætla að reyna að ná lágmarki á Ólympíuleikana sem fyrst," segir Helga sem er mjög spennt. „Ég fer fyrst í æfingabúðir í þrjár vikur og enda síðan á því að keppa í sjöþrautinni. Mér líst mjög vel á það plan. Þetta Íslandsmet er gott upphaf að leiðinni að því að ná lágmarkinu til London og það mun gefa mér aukakraft," segir Helga Margrét. Frjálsar íþróttir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir byrjaði árið frábærlega með því að bæta Íslandsmet sitt um 93 stig í fyrstu fimmtarþraut sinni á innanhússkeppnistímabilinu þegar hún endaði í 2. sæti á móti í Tallinn í Eistlandi um helgina. Helga Margrét fékk 4.298 stig en gamla metið var 4.205 stig. Helga Margrét tryggði sér metið með því að hlaupa 800 metrana á 2.12,97 mínútum sem er mun hraðari tími en þegar hún setti gamla metið. „Þetta var virkilega gaman. Það voru komin tvö ár síðan að ég setti þetta Íslandsmet þannig að þetta var kærkomið," sagði Helga Margrét sem gat lítið keppt á síðasta tímabili vegna meiðsla. „Þetta er að smella hægt og rólega hjá mér. Ég þarf bara að vera þolinmóð. Þessi meiðsli sem ég hef verið að glíma við setja sitt mark á þessa þraut. Ég hef ekki mikið getað hlaupið grindarhlaup eða stokkið langstökk á æfingum. Þetta eru þær greinar þar sem ég á mest inni í þessari þraut. Ég er samt farin að geta gert þetta allt saman verkjalaust og það er það besta við þetta," segir Helga Margrét en það vakti athygli að hún kom mjög sterk til baka eftir að hafa byrjað illa í 60 metra grindarhlaupinu. „Mesta bætingin hjá mér fyrir þessa þraut var í sjöttu greininni. Ég ákvað fyrir þrautina að sjötta greinin yrði hugarfarið hjá mér. Ég vissi að ég ætti mesti inni þar og það skilaði sér klárlega. Ég fékk áskorun á að finna alltaf eitthvað jákvætt eftir hvert stökk, hvert kast eða hvert hlaup hversu slæmt sem það var. Það var það sem mér fannst hjálpa mér mest," segir Helga og bætir við: „Ég náði mjög slæmum tíma í fyrstu grein og ég hefði vanalega farið í eitthvað dramakast og fundist heimurinn vera að farast. Núna hugsaði ég ekki um það og brosti bara. Maður finnur það núna hversu mikill léttir það er að maður gert ekki gert annað en að taka úrslitunum eins og þau eru," segir Helga en það eru spennandi hlutir fram undan hjá henni. „Eftir tvær vikur fer ég til Hollands eða Austurríkis og keppi þar í fimmtarþraut. Við reiknum þá með að innanhússtímabilinu sé lokið því við ætlum að hætta snemma í ár. Svo byrja ég utanhússtímabilið snemma því við förum til Ástralíu og ég keppni á opna ástralska mótinu í sjöþraut sem fer fram um miðjan apríl. Ég ætla að reyna að ná lágmarki á Ólympíuleikana sem fyrst," segir Helga sem er mjög spennt. „Ég fer fyrst í æfingabúðir í þrjár vikur og enda síðan á því að keppa í sjöþrautinni. Mér líst mjög vel á það plan. Þetta Íslandsmet er gott upphaf að leiðinni að því að ná lágmarkinu til London og það mun gefa mér aukakraft," segir Helga Margrét.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum