Linda P einlæg í forsíðuviðtali Lífsins 31. ágúst 2012 11:30 Linda Pétursdóttir prýðir forsíðu Lífsins í dag. mynd: Kjartan Már Magnússon Linda Pétursdóttir framkvæmdastjóri hefur í nægu að snúast þegar kemur að rekstri Baðhússins samhliða því að hugsa um Ísabellu dóttur sína. Linda rifjar upp í forstíðuviðtali Lífsins hættulega páskaferð þeirra mæðgna ásamt gjörbreyttum lífsstíl. Hver er konan? Fyrrum ungfrú heimur, móðir og bisnesskona.Starf: Eigandi og framkvæmdastjóri Baðhússins.Aldur: 42.Hjúskaparstaða: Einhleyp.Börn: Ísabella Ása 7 ára.Upphafssíðan:www.Badhusid.is.Tímaritið: O-magazine, Canadian House & Home, The New Yorker, INC.com.Fyrirmyndir þínar: Diane Sawyer, Christiane Amanpour, Julia Morley.Áhugamál: Heilbrigður lífsstíll, dýravernd, ferðalög.Uppáhaldshönnuður: Michael Kors, Stella McCartney, Roberto Cavalli.Uppáhaldsmatur: Humar.Þú lítur stórkostlega vel út Linda! Hvað gerðir þú eiginlega? Takk fyrir það. Ég hef breytt lífsstíl mínum til muna síðastliðin tvö ár eða svo og með því fæst betra útlit og líðan. Ég er dugleg að æfa, sem ég geri 3-5 sinnum í viku, og hef tamið mér hollara mataræði og borða mun meira af grænni fæðu. Sem dæmi fæ ég mér flesta morgna grænmetisdrykk, sem mér fannst ægilega vondur til að byrja með, en hann hefur vanist mjög vel og nú bíð ég eftir að fá hann á morgnana. Enda líður mér svo vel af honum. Ég er sátt og ánægð með lífið, reyni að hugsa jákvætt og trúa á það góða og fer þannig í gegnum daginn. Ætli þetta hjálpist ekki allt að. Óhugnanleg upplifunÞú sagðir á Facebook-síðunni þinni frá fríinu þínu fyrr á þessu ári þegar þið mæðgur forðuðuð ykkur upp á efsta hluta á eyju í Taílandi og biðuð átekta eftir að gefin var út flóðbylgjuviðvörun. Viltu lýsa fyrir okkur hvernig þessi reynsla var og hvernig áhrif hún hafði á þig og þína sýn á lífið og að ekki sé minnst á fallegu stúlkuna þína? Þetta var upplifun sem ég óska engum að ganga í gegnum. Þetta var ógurlega sérstakt allt saman. Við mæðgur vorum í fríi í Taílandi síðastliðna páska og vorum á leið út í bát á seinasta degi okkar, búnar að pakka og á leið út á flugvöll þegar okkur var snúið við og maður skildi bara að kallað var „tsunami, tsunami!". Við hlið okkar voru eldri hjón, bresk, sem buðu okkur að koma með sér upp á þeirra herbergi þar sem við vorum búnar að skila af okkur herberginu okkar. Vissulega var ég mjög hrædd þar sem við biðum í rafmagnsleysinu við magnaða tónlist himinsins, þar sem þrumur og eldingar létu heldur betur í sér heyra. Við máttum alveg eins eiga von á því að vera að bíða eftir dauðanum og hver mínúta var heil eilífð. Lítið var um að skilaboðum væri komið til okkar sem biðum óttaslegin eftir því sem verða vildi, en fengum þó að vita eftir nokkurra klukkutíma bið að von væri á 5-6 metra háum öldum eftir um þrjátíu mínútur. Það var óhugnanlegur tími. Við vorum föst þarna og ekki hægt að komast af staðnum sem við vorum á nema með bát. Bak við hótelið voru aðeins háir klettar sem ekki var hægt að klifra upp í.Mikill dýravinurDýravernd er þér hjartans mál. Hvað leggur þú af mörkum þegar kemur að því að hjálpa dýrum á Íslandi? Ég hef alla tíð verið mikill dýravinur og átt hunda frá því ég var tíu ára gömul. Í dag eigum við þriggja ára enska cocker-tík sem heitir Stjarna og er yndisleg og blíð. Ég hef verið að starfa með hópi að bættum aðbúnaði dýra á Íslandi, haldið ræðu á málþingi í Norræna húsinu og fleira. Það er skelfilegt að vita um slæman aðbúnað dýra, jafnt á Íslandi sem annars staðar og hryllir mig þá einna helst við svokölluðum verksmiðjubúskap, þar sem ómannúðlega er farið með dýrin, þá sérstaklega með hænur og svín. Meðferðin á þeim er svo svakaleg og ég hvet fólk til að kynna sér þetta sjálft. Sem dæmi má finna bændur sem eru með landnámshænur, þar sem hænurnar ganga um frjálsar og verpa í hreiður. Ég kaupi mín egg frá þeim í stað þess að styðja við illa meðferð á dýrum þar sem verksmiðjubúskap er beitt.Framakona og móðirNú rekur þú stórt fyrirtæki, Baðhúsið . Hvernig er að vera móðir samhliða rekstri? Tekur þú til að mynda vinnuna með þér heim og hver er lykillinn að góðu jafnvægi samhliða framkvæmda- stjórastöðunni? Ég stofnaði Baðhúsið 25 ára gömul, fór frá því um tíma meðan ég bjó í Kanada en hef aftur tekið við stjórnartaumunum hér og er eini eigandinn. Hjá mér starfa um 35-40 manns. Ég er svo heppin að fá að vinna við áhugamál mitt og það er sannarlega mikils virði. Þar að auki vinnur hér svo gott og skemmtilegt fólk þannig að það er oft gaman hjá okkur og mikið grínað. Já, ég tek vinnuna með mér heim á kvöldin og í raun um helgar líka þar sem opið er hjá okkur sjö daga vikunnar. En það er ekki hringt í mig á kvöldin og um helgar nema brýna nauðsyn beri til þannig að ég stjórna þessu mikið sjálf.Hvað leggur þú áherslu á fyrir konurnar sem æfa hjá þér? Hvaða kröfur hafa þær um líkamsrækt? Kröfurnar eru misjafnar eftir aldri og getu hverrar og einnar. Við leggjum áherslu á að hafa úrvalið fjölbreytt þannig að allar konur óháð aldri og getu, geti fundið skemmtilega heilsurækt við sitt hæfi. Við erum til að mynda með afró, heitt-jógatóning, sálarspinning, 80´s dansveislu, body pump, body combat og lengi mætti áfram telja. Við erum með mjög mikið af fjölbreyttum nýjungum og það verður gaman hjá okkur í vetur. Vegna fjölda áskorana ákvað ég að bjóða konum upp á lífsstílsráðgjöf. Þetta verður einkaráðgjöf, þar sem komið verður inn á hreyfingu, heilsu, og útlit.Lífið fékk alvöru tilgangEf við snúum okkur að móðurhlutverkinu. Hvað gefur það þér – hefur það breytt þér á einhvern hátt? Það hefur breytt mér mikið. Lífið fékk alvöru tilgang við það að fá Ísabellu inn í líf mitt. Þetta hlutverk á vel við mig og svo er það auðvitað það allra best launaða, að fá ást og umhyggju frá barninu sínu er engu líkt.Hvar líður þér best? Mér líður best heima hjá mér í rólegheitunum og á kósíkvöldum okkar mæðgna en auðvitað finnst mér líka gaman að hitta vini mína og borða góðan mat. Það á líka mjög vel við mig að vera úti í heimi, ferðast og njóta lífsins lystisemda enda vön því og mér finnst það afar huggulegt!Badhusid.is Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Fleiri fréttir Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Sjá meira
Linda Pétursdóttir framkvæmdastjóri hefur í nægu að snúast þegar kemur að rekstri Baðhússins samhliða því að hugsa um Ísabellu dóttur sína. Linda rifjar upp í forstíðuviðtali Lífsins hættulega páskaferð þeirra mæðgna ásamt gjörbreyttum lífsstíl. Hver er konan? Fyrrum ungfrú heimur, móðir og bisnesskona.Starf: Eigandi og framkvæmdastjóri Baðhússins.Aldur: 42.Hjúskaparstaða: Einhleyp.Börn: Ísabella Ása 7 ára.Upphafssíðan:www.Badhusid.is.Tímaritið: O-magazine, Canadian House & Home, The New Yorker, INC.com.Fyrirmyndir þínar: Diane Sawyer, Christiane Amanpour, Julia Morley.Áhugamál: Heilbrigður lífsstíll, dýravernd, ferðalög.Uppáhaldshönnuður: Michael Kors, Stella McCartney, Roberto Cavalli.Uppáhaldsmatur: Humar.Þú lítur stórkostlega vel út Linda! Hvað gerðir þú eiginlega? Takk fyrir það. Ég hef breytt lífsstíl mínum til muna síðastliðin tvö ár eða svo og með því fæst betra útlit og líðan. Ég er dugleg að æfa, sem ég geri 3-5 sinnum í viku, og hef tamið mér hollara mataræði og borða mun meira af grænni fæðu. Sem dæmi fæ ég mér flesta morgna grænmetisdrykk, sem mér fannst ægilega vondur til að byrja með, en hann hefur vanist mjög vel og nú bíð ég eftir að fá hann á morgnana. Enda líður mér svo vel af honum. Ég er sátt og ánægð með lífið, reyni að hugsa jákvætt og trúa á það góða og fer þannig í gegnum daginn. Ætli þetta hjálpist ekki allt að. Óhugnanleg upplifunÞú sagðir á Facebook-síðunni þinni frá fríinu þínu fyrr á þessu ári þegar þið mæðgur forðuðuð ykkur upp á efsta hluta á eyju í Taílandi og biðuð átekta eftir að gefin var út flóðbylgjuviðvörun. Viltu lýsa fyrir okkur hvernig þessi reynsla var og hvernig áhrif hún hafði á þig og þína sýn á lífið og að ekki sé minnst á fallegu stúlkuna þína? Þetta var upplifun sem ég óska engum að ganga í gegnum. Þetta var ógurlega sérstakt allt saman. Við mæðgur vorum í fríi í Taílandi síðastliðna páska og vorum á leið út í bát á seinasta degi okkar, búnar að pakka og á leið út á flugvöll þegar okkur var snúið við og maður skildi bara að kallað var „tsunami, tsunami!". Við hlið okkar voru eldri hjón, bresk, sem buðu okkur að koma með sér upp á þeirra herbergi þar sem við vorum búnar að skila af okkur herberginu okkar. Vissulega var ég mjög hrædd þar sem við biðum í rafmagnsleysinu við magnaða tónlist himinsins, þar sem þrumur og eldingar létu heldur betur í sér heyra. Við máttum alveg eins eiga von á því að vera að bíða eftir dauðanum og hver mínúta var heil eilífð. Lítið var um að skilaboðum væri komið til okkar sem biðum óttaslegin eftir því sem verða vildi, en fengum þó að vita eftir nokkurra klukkutíma bið að von væri á 5-6 metra háum öldum eftir um þrjátíu mínútur. Það var óhugnanlegur tími. Við vorum föst þarna og ekki hægt að komast af staðnum sem við vorum á nema með bát. Bak við hótelið voru aðeins háir klettar sem ekki var hægt að klifra upp í.Mikill dýravinurDýravernd er þér hjartans mál. Hvað leggur þú af mörkum þegar kemur að því að hjálpa dýrum á Íslandi? Ég hef alla tíð verið mikill dýravinur og átt hunda frá því ég var tíu ára gömul. Í dag eigum við þriggja ára enska cocker-tík sem heitir Stjarna og er yndisleg og blíð. Ég hef verið að starfa með hópi að bættum aðbúnaði dýra á Íslandi, haldið ræðu á málþingi í Norræna húsinu og fleira. Það er skelfilegt að vita um slæman aðbúnað dýra, jafnt á Íslandi sem annars staðar og hryllir mig þá einna helst við svokölluðum verksmiðjubúskap, þar sem ómannúðlega er farið með dýrin, þá sérstaklega með hænur og svín. Meðferðin á þeim er svo svakaleg og ég hvet fólk til að kynna sér þetta sjálft. Sem dæmi má finna bændur sem eru með landnámshænur, þar sem hænurnar ganga um frjálsar og verpa í hreiður. Ég kaupi mín egg frá þeim í stað þess að styðja við illa meðferð á dýrum þar sem verksmiðjubúskap er beitt.Framakona og móðirNú rekur þú stórt fyrirtæki, Baðhúsið . Hvernig er að vera móðir samhliða rekstri? Tekur þú til að mynda vinnuna með þér heim og hver er lykillinn að góðu jafnvægi samhliða framkvæmda- stjórastöðunni? Ég stofnaði Baðhúsið 25 ára gömul, fór frá því um tíma meðan ég bjó í Kanada en hef aftur tekið við stjórnartaumunum hér og er eini eigandinn. Hjá mér starfa um 35-40 manns. Ég er svo heppin að fá að vinna við áhugamál mitt og það er sannarlega mikils virði. Þar að auki vinnur hér svo gott og skemmtilegt fólk þannig að það er oft gaman hjá okkur og mikið grínað. Já, ég tek vinnuna með mér heim á kvöldin og í raun um helgar líka þar sem opið er hjá okkur sjö daga vikunnar. En það er ekki hringt í mig á kvöldin og um helgar nema brýna nauðsyn beri til þannig að ég stjórna þessu mikið sjálf.Hvað leggur þú áherslu á fyrir konurnar sem æfa hjá þér? Hvaða kröfur hafa þær um líkamsrækt? Kröfurnar eru misjafnar eftir aldri og getu hverrar og einnar. Við leggjum áherslu á að hafa úrvalið fjölbreytt þannig að allar konur óháð aldri og getu, geti fundið skemmtilega heilsurækt við sitt hæfi. Við erum til að mynda með afró, heitt-jógatóning, sálarspinning, 80´s dansveislu, body pump, body combat og lengi mætti áfram telja. Við erum með mjög mikið af fjölbreyttum nýjungum og það verður gaman hjá okkur í vetur. Vegna fjölda áskorana ákvað ég að bjóða konum upp á lífsstílsráðgjöf. Þetta verður einkaráðgjöf, þar sem komið verður inn á hreyfingu, heilsu, og útlit.Lífið fékk alvöru tilgangEf við snúum okkur að móðurhlutverkinu. Hvað gefur það þér – hefur það breytt þér á einhvern hátt? Það hefur breytt mér mikið. Lífið fékk alvöru tilgang við það að fá Ísabellu inn í líf mitt. Þetta hlutverk á vel við mig og svo er það auðvitað það allra best launaða, að fá ást og umhyggju frá barninu sínu er engu líkt.Hvar líður þér best? Mér líður best heima hjá mér í rólegheitunum og á kósíkvöldum okkar mæðgna en auðvitað finnst mér líka gaman að hitta vini mína og borða góðan mat. Það á líka mjög vel við mig að vera úti í heimi, ferðast og njóta lífsins lystisemda enda vön því og mér finnst það afar huggulegt!Badhusid.is
Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Fleiri fréttir Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Sjá meira