Brynjar Níelsson: Of þungur dómur og í engu samræmi við fordæmin 12. september 2012 14:49 Brynjar Níelsson. „Þetta er í engu samræmi við það sem dæmt hefur verið áður," segir Brynjar Níelsson, verjandi karlmanns sem var dæmdur í tíu mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að koma ekki deyjandi stúlku til hjálpar sem hafði neytt fíkniefnis sem innihélt eitrið PMMA. Maðurinn, sem er fæddur árið 1987, hafði verið að skemmta sér á heimili sínu ásamt stúlkunni og fleirum aðfaranótt 30. apríl árið 2011. Stúlkan sem neytti fíkniefnanna fór inni í herbergi vegna eitrunaráhrifa en þar lést hún skömmu síðar. Meðal gagna sem lögð voru fram í dómsmálinu var myndbandsupptaka sem sýndi stúlkuna í dauðastríði sínu í rúminu. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir orðrétt að „A [stúlkan sem neytti efnanna] hefur liðið miklar líkamlegar kvalir fyrir andlát sitt." Meðal þeirra sem kallaðir voru til vitnis var útlendur réttarmeinafræðingur sem sagði að „í samanburði við fyrri reynslu, sé réttlætanlegt að ásaka hann [hinn dæmda] fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að veita hjálp því hin langvarandi breyting á líkamlegum viðbrögðum [stúlkunnar] blasi við og megi sjá hversu hættuleg hún sé til dæmis á sýnilegum breytingum á öndun og illri áttum. Það hafi verið rökrétt afleiðing af því að kalla til lækni eða sjúkrabíl." Brynjar segist ósammála mati sérfræðinga í málinu og vill meina að maðurinn hafi að lokum sannarlega kallað eftir aðstoð þegar ljóst var hvert ástand hennar var. Hann segir niðurstöðu dómsins leggja ríkari ábyrgð á almenning en hann bendir á að skjólstæðingur sinn hafi sjálfur verið undir áhrifum fíkniefna í þessum örlagaríku aðstæðum. Brynjar segir niðurstöðuna bratta og trúir því ekki að hún haldi í Hæstarétti, en skjólstæðingur hans hefur þegar lýst því yfir að hann muni áfrýja málinu. Hann bendir jafnframt á að refsiramminn fyrir svona brot séu tvö ár. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði skjólstæðingur hans átt að fá tvo til sex mánuði að mati Brynjars. „Maður hefur satt að segja tilfinningu fyrir því að þarna sé verið að sakfella fyrir eitthvað annað," segir Brynjar en það var skjólstæðingur hans sem hafði eitraða fíkniefnið undir höndum og gaf stúlkunni auk annarra gesta í samkvæminu en hann var einnig sakfelldur fyrir að hafa haft fíkniefni undir höndum. Tengdar fréttir Myndband til af dauðastríði stúlku sem lést vegna banvæns fíkniefnis Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir að koma ekki ungri konu til hjálpar áður en hún lést eftir að hafa neytt fíkniefna sem innihéldu eiturefnið PMMA á síðasta ári. Aðalmeðferð fór fram í málinu í dag samkvæmt fréttastofu RÚV en maðurinn neitar sök. 28. ágúst 2012 18:12 Tíu mánaða fangelsi fyrir að bregðast deyjandi stúlku Karlmaður var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu fyrir að hafa ekki komið ungri konu til hjálpar sem hafði neytt eitraðs fíkniefnis, sem dró hana að lokum til dauða. Konan neytti fíkniefnis sem er kallað PMMA. 12. september 2012 14:10 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
„Þetta er í engu samræmi við það sem dæmt hefur verið áður," segir Brynjar Níelsson, verjandi karlmanns sem var dæmdur í tíu mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að koma ekki deyjandi stúlku til hjálpar sem hafði neytt fíkniefnis sem innihélt eitrið PMMA. Maðurinn, sem er fæddur árið 1987, hafði verið að skemmta sér á heimili sínu ásamt stúlkunni og fleirum aðfaranótt 30. apríl árið 2011. Stúlkan sem neytti fíkniefnanna fór inni í herbergi vegna eitrunaráhrifa en þar lést hún skömmu síðar. Meðal gagna sem lögð voru fram í dómsmálinu var myndbandsupptaka sem sýndi stúlkuna í dauðastríði sínu í rúminu. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir orðrétt að „A [stúlkan sem neytti efnanna] hefur liðið miklar líkamlegar kvalir fyrir andlát sitt." Meðal þeirra sem kallaðir voru til vitnis var útlendur réttarmeinafræðingur sem sagði að „í samanburði við fyrri reynslu, sé réttlætanlegt að ásaka hann [hinn dæmda] fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að veita hjálp því hin langvarandi breyting á líkamlegum viðbrögðum [stúlkunnar] blasi við og megi sjá hversu hættuleg hún sé til dæmis á sýnilegum breytingum á öndun og illri áttum. Það hafi verið rökrétt afleiðing af því að kalla til lækni eða sjúkrabíl." Brynjar segist ósammála mati sérfræðinga í málinu og vill meina að maðurinn hafi að lokum sannarlega kallað eftir aðstoð þegar ljóst var hvert ástand hennar var. Hann segir niðurstöðu dómsins leggja ríkari ábyrgð á almenning en hann bendir á að skjólstæðingur sinn hafi sjálfur verið undir áhrifum fíkniefna í þessum örlagaríku aðstæðum. Brynjar segir niðurstöðuna bratta og trúir því ekki að hún haldi í Hæstarétti, en skjólstæðingur hans hefur þegar lýst því yfir að hann muni áfrýja málinu. Hann bendir jafnframt á að refsiramminn fyrir svona brot séu tvö ár. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði skjólstæðingur hans átt að fá tvo til sex mánuði að mati Brynjars. „Maður hefur satt að segja tilfinningu fyrir því að þarna sé verið að sakfella fyrir eitthvað annað," segir Brynjar en það var skjólstæðingur hans sem hafði eitraða fíkniefnið undir höndum og gaf stúlkunni auk annarra gesta í samkvæminu en hann var einnig sakfelldur fyrir að hafa haft fíkniefni undir höndum.
Tengdar fréttir Myndband til af dauðastríði stúlku sem lést vegna banvæns fíkniefnis Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir að koma ekki ungri konu til hjálpar áður en hún lést eftir að hafa neytt fíkniefna sem innihéldu eiturefnið PMMA á síðasta ári. Aðalmeðferð fór fram í málinu í dag samkvæmt fréttastofu RÚV en maðurinn neitar sök. 28. ágúst 2012 18:12 Tíu mánaða fangelsi fyrir að bregðast deyjandi stúlku Karlmaður var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu fyrir að hafa ekki komið ungri konu til hjálpar sem hafði neytt eitraðs fíkniefnis, sem dró hana að lokum til dauða. Konan neytti fíkniefnis sem er kallað PMMA. 12. september 2012 14:10 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
Myndband til af dauðastríði stúlku sem lést vegna banvæns fíkniefnis Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir að koma ekki ungri konu til hjálpar áður en hún lést eftir að hafa neytt fíkniefna sem innihéldu eiturefnið PMMA á síðasta ári. Aðalmeðferð fór fram í málinu í dag samkvæmt fréttastofu RÚV en maðurinn neitar sök. 28. ágúst 2012 18:12
Tíu mánaða fangelsi fyrir að bregðast deyjandi stúlku Karlmaður var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu fyrir að hafa ekki komið ungri konu til hjálpar sem hafði neytt eitraðs fíkniefnis, sem dró hana að lokum til dauða. Konan neytti fíkniefnis sem er kallað PMMA. 12. september 2012 14:10
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent