Innlent

Myndband til af dauðastríði stúlku sem lést vegna banvæns fíkniefnis

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir að koma ekki ungri konu til hjálpar áður en hún lést eftir að hafa neytt fíkniefna sem innihéldu eiturefnið PMMA á síðasta ári. Aðalmeðferð fór fram í málinu í dag samkvæmt fréttastofu RÚV en maðurinn neitar sök.

Meðal gagna sem voru lögð fram í málinu var myndbandsupptaka sem var staðsett við rúmstokk þar sem stúlkan lagðist eftir að hún neytti efnisins. Á myndbandinu sést stúlkan fá krampakast og svo fjarar líf hennar út.

Maðurinn sem er ákærður neitar sök en hann er meðal annars grunaður um að hafa komið myndavélinni fyrir við rúmstokkinn samkvæmt frétt RÚV. Ekki er ljóst hvort hann hafi gert það áður en stúlkan neytti efnanna eða eftir.

Atvikið átti sér stað í Árbænum í lok apríl á síðasta ári. Eiturefnið hefur dregið tólf ungmenni til dauða í Noregi en hér á landi gerði lögreglan dauðaleit að banvæna efninu til þess að koma í veg fyrir að fleiri fíklar neyttu þess. Engin önnur tilfelli hafa komið upp hér á landi vegna eiturefnisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×