Drogba kom sínum mönnum til bjargar - Manucho með glæsimark Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2012 11:00 Didier Drogba skoraði eina mark Fílabeinsstrandarinnar sem marði 1-0 sigur á Súdan í B-riðli Afríkukeppninnar í gær. Í hinum leik riðilsins skoraði Manucho sigurmark Angóla í 2-1 sigri á Búrkína Fasó. Fílabeinsströndin er líkt og oft áður talin líkleg til afreka í Afríkukeppninni sem fram fer í Gabon og Miðbaugs-Gíneu næstu þrjár vikurnar. Þrátt fyrir að 102 sæti skilji Fílabeinsströndina og Súdan að á styrkleikalista FIFA var aðeins eitt mark sem skildi liðin að þegar upp var staðið. Salomon Kalou, leikmaður Chelsea, sendi fyrir á kollega sinn hjá Lundúnarliðinu og Drogba var ekki í vandræðum með að skalla knöttinn í netið. Drogba hefur nú skorað í fjórum Afríkukeppnum í röð en keppnin fer fram á tveggja ára fresti. Mark Drogba má sjá hér. Til marks um sterkt lið Fílabeinsstrandarinnar fagnaði Drogba markinu ákaft með Yaya Toure, leikmanni Manchester City. Gervinho, leikmaður Arsenal, hefði svo getað gulltryggt sigur sinna manna þegar hann komst í gott færi. Markvörður Súdan sá við honum. Þrátt fyrir að lið Fílabeinsstrandarinnar sé stjörnum prýtt var ekki uppselt á 16 þúsund manna leikvanginn í Malabo í gær. Talið er að hátt miðaverð hafi þar mikið að segja. Rúmar 1.200 krónur kostar á völlinn í riðlakeppninni.Manucho á skotskónum Í hinum leik gærdagsins sigraði Angóla lið Búrkína Fasó með tveimur mörkum gegn einu. Manucho, fyrrum liðsmaður Manchester United sem nú spilar í Tyrklandi á láni frá Real Valladolid á Spáni, skoraði sigurmark Angóla með hörkuskoti af löngu færi. Afríkukeppnin hófst á laugardag með tveimur leikjum í A-riðli. Heimamenn í Miðbaugs-Gíneu unnu óvæntan 1-0 sigur á Líbíu. Þá vann Zambía einnig óvænta 2-1 sigur á Senegal sem þótti líklegt til afreka fyrir keppnina. Í dag fara fram tveir leikir í C-riðli. Reiknað er með fullu húsi þegar heimamenn í Gabon taka á móti Níger á nýlegum 45 þúsund manna leikvangi í Libreville. Þá mætast Marokkó og Túnis. Fótbolti Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Sjá meira
Didier Drogba skoraði eina mark Fílabeinsstrandarinnar sem marði 1-0 sigur á Súdan í B-riðli Afríkukeppninnar í gær. Í hinum leik riðilsins skoraði Manucho sigurmark Angóla í 2-1 sigri á Búrkína Fasó. Fílabeinsströndin er líkt og oft áður talin líkleg til afreka í Afríkukeppninni sem fram fer í Gabon og Miðbaugs-Gíneu næstu þrjár vikurnar. Þrátt fyrir að 102 sæti skilji Fílabeinsströndina og Súdan að á styrkleikalista FIFA var aðeins eitt mark sem skildi liðin að þegar upp var staðið. Salomon Kalou, leikmaður Chelsea, sendi fyrir á kollega sinn hjá Lundúnarliðinu og Drogba var ekki í vandræðum með að skalla knöttinn í netið. Drogba hefur nú skorað í fjórum Afríkukeppnum í röð en keppnin fer fram á tveggja ára fresti. Mark Drogba má sjá hér. Til marks um sterkt lið Fílabeinsstrandarinnar fagnaði Drogba markinu ákaft með Yaya Toure, leikmanni Manchester City. Gervinho, leikmaður Arsenal, hefði svo getað gulltryggt sigur sinna manna þegar hann komst í gott færi. Markvörður Súdan sá við honum. Þrátt fyrir að lið Fílabeinsstrandarinnar sé stjörnum prýtt var ekki uppselt á 16 þúsund manna leikvanginn í Malabo í gær. Talið er að hátt miðaverð hafi þar mikið að segja. Rúmar 1.200 krónur kostar á völlinn í riðlakeppninni.Manucho á skotskónum Í hinum leik gærdagsins sigraði Angóla lið Búrkína Fasó með tveimur mörkum gegn einu. Manucho, fyrrum liðsmaður Manchester United sem nú spilar í Tyrklandi á láni frá Real Valladolid á Spáni, skoraði sigurmark Angóla með hörkuskoti af löngu færi. Afríkukeppnin hófst á laugardag með tveimur leikjum í A-riðli. Heimamenn í Miðbaugs-Gíneu unnu óvæntan 1-0 sigur á Líbíu. Þá vann Zambía einnig óvænta 2-1 sigur á Senegal sem þótti líklegt til afreka fyrir keppnina. Í dag fara fram tveir leikir í C-riðli. Reiknað er með fullu húsi þegar heimamenn í Gabon taka á móti Níger á nýlegum 45 þúsund manna leikvangi í Libreville. Þá mætast Marokkó og Túnis.
Fótbolti Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Sjá meira