Lífið

Aldrei of gamlir fyrir tölvuleiki

Ólafur Þór Jóelsson og Sverrir Bergmann eru stjórnendur hins langlífa þáttar Game Tíví.
Ólafur Þór Jóelsson og Sverrir Bergmann eru stjórnendur hins langlífa þáttar Game Tíví.
„Það má segja að við séum komnir aftur heim,“ segir Sverrir Bergmann sem stjórnar tölvuleikjaþættinum Game Tíví ásamt Ólafi Þór Jóelssyni.

Þeir félagar snúa aftur með þáttinn á sjónvarpsstöðina Popptíví í september en þar hófst einmitt ævintýrið fyrir ellefu árum. Eftir sex ára veru þar fóru þeir yfir á Skjá einn en eru nú komnir aftur á æskuslóðirnar.

Sverrir og Ólafur Þór eru miklir reynsluboltar í faginu.

Spurður hvort þeir séu ekki orðnir alltof gamlir fyrir þetta tölvuleikjastúss, segir Sverrir svo ekki vera, enda séu tölvuleikir orðnir mjög almenn afþreying í dag sem allir geta notið. En hvað eruð þið annars gamlir?

„Óli er að detta í fertugt í nóvember og ég verð 32 ára í nóvember. Þótt ég líti út fyrir að vera eldri en hann er ég átta árum yngri. Hann fékk þetta þykka og fallega hár í vöggugjöf,“ segir hinn sköllótti Sverrir og hlær. Hann viðurkennir að margir geri grín að þeim fyrir að vera enn á kafi í tölvuleikjunum. „En yfirleitt endar það þannig að þeir eru byrjaðir að spila með okkur einhvern leik hálftíma seinna.“

Uppháhaldsleikur Sverris er God of War. En hvað með Ólaf? „Hann er aðallega í einhverjum barbíleikjum.“ -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.