Enski boltinn

Mancini um David Silva: Bara eðlilegt að menn taki smá dýfur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Silva.
David Silva. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, viðurkennir að hann hafi smá áhyggjur af leikformi Spánverjans David Silva sem hefur ekki verið svipur hjá sjón í undanförnum leikjum liðsins. Fyrir vikið hefur Manchester City misst nágranna sína fram úr sér.

David Silva hefur aðeins átt þátt í einu marki Manchester City í undanförnum átta leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni en kom að 18 mörkum (5 mörk og 13 stoðsendingar) í fyrstu 22 leikjum tímabilsins. City hefur tapað 10 stigum í þessum átta leikjum.

„Ég veit ekki hversu marga leiki David hefur spilað með okkur í öllum keppnum á tímabilinu auk þess að spila með landsliðinu. Það er bara eðlilegt að menn taki smá dýfur í leikformi og séu ekki alltaf hundrað prósent," sagði Roberto Mancini en David Silva hefur þegar spilað 46 leiki á tímabilinu.

„Ég vona að hann nái sér aftur á strik á lokakaflanum," sagði Mancini eftir að hafa útskýrt það á táknrænan hátt að David Silva sé ekki að spila á sama geturstigi nú og hann gerði fyrr á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×