Enski boltinn

Desailly: M'Vila getur orðið betri en Vieira var

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yann M'Vila í baráttu við Steven Gerrard í landsleik Frakka og Englendinga.
Yann M'Vila í baráttu við Steven Gerrard í landsleik Frakka og Englendinga. Mynd/Nordic Photos/Getty
Marcel Desailly, fyrrum leikmaður AC Milan og Chelsea og heimsmeistari með Frökkum 1998, hefur mikla trú á miðjumanninum Yann M'Vila sem leikur með Rennes í Frakklandi. Desailly hvetur Arsenal að geta allt til þessa að krækja í strákinn í sumar.

„Ef ég væri stjórnarformaður í ensku úrvalsdeildarliðið þá myndi ég bara loka augunum og borga það sem þarf til að fá hann. Hann er framtíðarleikmaður ef hann kemst í rétt umhverfi. Hæfileikarnir eru augljósir," sagði Marcel Desailly í viðtali við Goal.com.

Yann M'Vila er 22 ára gamall og hefur spilað með Rennes frá 2009. Hann hefur þegar leikið 18 landsleiki fyrir Frakka og verður nær örugglega með franska landsliðinu á EM í sumar.

„Ég vona að hann komi til Arsenal til eða fari til Manchester United. Þetta eru stöðugir klúbbar þar sem að hann getur fengið tíma til að aðlagast aðstæðum og byggja síðan ofan á það," sagði Desailly.

„Hann verður í það minnsta að komast í ensku úrvalsdeildina því hún er sú besta og þar getur hann þróað hæfileika sína. Hans leikur passar líka vel inn í ensku deildina því hann hefur rétta rytmann," sagði Desailly.

„Þegar hann áttar sig betur á því hvernig á að spila varnartengilið þá getur hann meira að segja orðið betri en Patrick Vieira," sagði Marcel Desailly.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×