Frægasti hnefaleikaþjálfari heims, Emanuel Steward, lést í nótt á sjúkrahúsi í Chicago af völdum krabbameins. Steward var 68 ára gamall.
Hann skapaði sér nafn upp úr 1980 er hann gerði Tommy Hearns að frábærum hnefaleikmanni. Steward sá um Kronk-hnefaleikasalinn þar sem margir bestu hnefaleikmamenn síðustu áratuga æfðu.
Alls voru 43 heimsmeistarar á snærum Steward á hans ferli. Enginn annar hnefaleikaþjálfari hefur þjálfað eins marga heimsmeistara.
Þeirra á meðal eru Lennox Lewis og Wladimir Klitschko.

