Óvænt brúðkaup í hádeginu - Nýbakaður eiginmaður eyðir nóttinni með skipstjóranum 12. desember 2012 20:24 Jón Gísli og Guðbjörg. MYND/Daníel Freyr Jónsson Sjómaðurinn Jón Gísli Jóhannesson gekk að eiga Guðbjörgu Særúnu Björnsdóttur, unnustu sína til 33 ára, á Hofsósi í dag. Hjónavígslan var með óhefðbundnu móti en brúðurinn hafði ekki hugmynd um að stóri dagurinn hefði runnið upp. „Eftir 33 ár gekk ég að eiga unnustu mína," segir Jón Gísli. „Hún Guðbjörg hafði gantast með þetta síðustu ár. Fyrst stakk hún upp á því að giftast þann 10.10.2010 en það hentaði ekki. Staðan var svipuð að ári liðnu, þann 11. nóvember 2011." Jón Gísli, sem hefur fengist við smíðar undanfarið, segir það vera vita vonlaust fyrir sig að ákveða eitthvað fram í tímann. „Það kemur alltaf eitthvað upp á," segir Jón Gísli og bætir við: „Þess vegna var þetta allt ákveðið í gærkvöldi."Jón Gísli, séra Gunnar og Guðbjörg.MYND/Daníel Freyr JónssonJón og séra Gunnar Jóhannesson, sóknarprestur á Hofsósi, lögðu á ráðin um athöfnina í heitapottinum. „Síðan talaði ég við dætur mínar og sagði þeim að tryggingarmaðurinn væri væntanlegur í hádeginu í dag. Daginn eftir sagði ég Guðbjörgu að ég hefði tafist aðeins út af tryggingarmanninum og að hún þyrfti að koma heim í hádeginu." En eins og svo oft á við um metnaðarfull laumuspil, þá var á kafla tvísýnt um að markmiðinu yrði náð. Jón Gísli greip þá til örþrifaráða. „Séra Gunnar vildi fá að koma inn á undan konunni. Þegar hún kom heim á hádegi henti ég í hana pening og sagði henni að fara út í búð. Þegar hún var komin í hvarf laumaðist séra Gunnar inn og stóð síðan í fullum skrúða þegar Guðbjörg gekk inn um dyrnar."Fjölskyldan saman.MYND/Daníel Freyr Jónsson„Hún var náttúrulega mjög hissa," segir Jón Gísli. „Búin að bíða í öll þessi 33 ár. En það stóð ekki á svörum hjá henni." Séra Gunnar gaf Jón Gísla og Guðbjörgu Særúnu saman í viðurvist barna þeirra. Jón Gísli segist lítið hafa hugsað um framhaldið. Hann grunar þó að áfanganum verði fagnað á næstunni. „Við erum ekki farin að hugsa um brúðkaupsferð. En það verður eitthvað gert fljótlega." „Ég fer síðan á sjó klukkan tvö í nótt og eyði brúðkaupsnóttinni með skipstjóranum," segir Gísli að lokum Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Sjómaðurinn Jón Gísli Jóhannesson gekk að eiga Guðbjörgu Særúnu Björnsdóttur, unnustu sína til 33 ára, á Hofsósi í dag. Hjónavígslan var með óhefðbundnu móti en brúðurinn hafði ekki hugmynd um að stóri dagurinn hefði runnið upp. „Eftir 33 ár gekk ég að eiga unnustu mína," segir Jón Gísli. „Hún Guðbjörg hafði gantast með þetta síðustu ár. Fyrst stakk hún upp á því að giftast þann 10.10.2010 en það hentaði ekki. Staðan var svipuð að ári liðnu, þann 11. nóvember 2011." Jón Gísli, sem hefur fengist við smíðar undanfarið, segir það vera vita vonlaust fyrir sig að ákveða eitthvað fram í tímann. „Það kemur alltaf eitthvað upp á," segir Jón Gísli og bætir við: „Þess vegna var þetta allt ákveðið í gærkvöldi."Jón Gísli, séra Gunnar og Guðbjörg.MYND/Daníel Freyr JónssonJón og séra Gunnar Jóhannesson, sóknarprestur á Hofsósi, lögðu á ráðin um athöfnina í heitapottinum. „Síðan talaði ég við dætur mínar og sagði þeim að tryggingarmaðurinn væri væntanlegur í hádeginu í dag. Daginn eftir sagði ég Guðbjörgu að ég hefði tafist aðeins út af tryggingarmanninum og að hún þyrfti að koma heim í hádeginu." En eins og svo oft á við um metnaðarfull laumuspil, þá var á kafla tvísýnt um að markmiðinu yrði náð. Jón Gísli greip þá til örþrifaráða. „Séra Gunnar vildi fá að koma inn á undan konunni. Þegar hún kom heim á hádegi henti ég í hana pening og sagði henni að fara út í búð. Þegar hún var komin í hvarf laumaðist séra Gunnar inn og stóð síðan í fullum skrúða þegar Guðbjörg gekk inn um dyrnar."Fjölskyldan saman.MYND/Daníel Freyr Jónsson„Hún var náttúrulega mjög hissa," segir Jón Gísli. „Búin að bíða í öll þessi 33 ár. En það stóð ekki á svörum hjá henni." Séra Gunnar gaf Jón Gísla og Guðbjörgu Særúnu saman í viðurvist barna þeirra. Jón Gísli segist lítið hafa hugsað um framhaldið. Hann grunar þó að áfanganum verði fagnað á næstunni. „Við erum ekki farin að hugsa um brúðkaupsferð. En það verður eitthvað gert fljótlega." „Ég fer síðan á sjó klukkan tvö í nótt og eyði brúðkaupsnóttinni með skipstjóranum," segir Gísli að lokum
Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira