Enski boltinn

Leik Tottenham og Stoke verður ekki frestað

Fabrice Muamba leikmaður Bolton fékk hjartaáfall í leiknum gegn Tottenham á laugardaginn.
Fabrice Muamba leikmaður Bolton fékk hjartaáfall í leiknum gegn Tottenham á laugardaginn. Getty Images / Nordic Photos
Leikur Tottenham og Stoke í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu mun fara fram á miðvikudaginn eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Margir af leikmönnum Tottenham voru mjög miður sín eftir leik liðsins gegn Bolton í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á laugardaginn þar sem að Fabrice Muamba leikmaður Bolton fékk hjartaáfall.

Forráðamenn Tottenham gáfu út þá yfirlýsingu í dag að leikurinn verður á dagskrá eins og gert var ráð fyrir.

„Hugur okkar allra hjá félaginu er hjá Fabrice Muamba, fjölskyldu hans og liðsfélögum," segir m.a. í tilkynningu frá félaginu.


Tengdar fréttir

Fótboltastjörnur heimsins biðja fyrir Muamba

Fótboltastjörnur heimsins hafa verið duglegir að senda kveðjur til Fabrice Muamba, 23 ára leikmanns Bolton, sem hneig niður í miðjum leik Tottenham og Bolton í átta liða úrslitum enska bikarsins.

Þekktur hjartalæknir hljóp úr stúkunni til að bjarga Muamba

Fabrice Muamba, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, berst enn fyrir lífi sínu á gjörgæslu á hjartadeild á sjúkrahúsi í London. Hjartað í hinum 23 ára gamli Muamba hætti að slá í miðjum bikarleik gegn Tottenham á laugardaginn og hófust endurlífgunartilraunir strax á vellinum. Einn þekktasti hjartasérfræðingu Bretlands, Dr. Andrew Deaner, var á meðal áhorfenda á White Hart Lane og hann fór strax út á völlinn til þess að aðstoða þegar hann sá í hvað stefndi.

Muamba liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu

Fabrice Muamba leikmaður Bolton liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hjarta hans hætti að slá í bikarleiknum gegn Tottenham á laugardag. Ástand hins 23 ára gamla Muamba er enn alvarlegt og er hann í öndunarvél á sjúkrahúsi í London.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×