Innlent

Styttist í tónleika Of Monsters and Men

Hljómsveitin Of Monsters and Men mun halda stórtónleika í Hljómskálagarði í kvöld. Sveitin hefur ekki spilað á tónleikum hér á landi síðan hún fór í tónleikaferðalag fyrir nokkrum mánuðum.

Tónleikarnir hefjast sex og er aðgangur ókeypis. Hljómsveitin Mammút og söngkonan Lay Low munu sjá um upphitun.

Tónleikarnir verða í beinni útsendingu á Bylgjunni.

Velgengni Of Monsters and Men síðustu mánuði þykir með ólíkindum.

Platan My Head is an Animal, frumraun hljómsveitarinnar, hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og víðar. Þá kom hljómsveitin fram í spjallþætti Jay Leno fyrir nokkrum vikum.

Eftir helgi mun sveitin síðan halda út á ný en þau munu hefja tveggja og hálfs mánaðar tónleikaferðalag í Ástralíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×