Erlent

Velviljuð kona eyðilagði aldagamla fresku

Meistaraverk og annað verk.
Meistaraverk og annað verk.
Níræðri konu í smábænum Zaragoza á Spáni tókst að eyðileggja mikil menningarverðmæti á dögunum. Íbúar Zaragoza syrgja nú 120 ára gamla fresku í kirkju bæjarins. Sú gamla ákvað að lífga upp á myndina, viðgerðin gekk þó ekki sem skildi.

Freskan var afar illa farin eftir rakaskemmdir og ákvað konan að laga myndina.

Þar sem áður var mynd af Jesú Krist starir nú loðinn api á sóknarbörnin. Yfirvöld í Zaragoza harma atvikið að sögn breska ríkisútvarpsins.

Whistler's Mother eftir Herra Bean.
Margir hafa einnig bent á að vinnubrögð og listrænir tilburðir konunnar séu svipaðir þeim sem Herra Bean stundaði þegar lék málverkið Whistler's Mother grátt í kvikmyndinni Bean frá árinu 1997.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×