Belginn Kim Clijsters er úr leik í einliðaleik kvenna á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Clijsters tapaði í 2. umferð gegn Lauru Robson frá Bretlandi í spennuþrungnum leik 7-6 og 7-6 í dag.
Clijsters, sem er enn á meðal keppenda í tvíliða- og tvenndarleik á mótinu, hefur því spilað sinn síðasta einliðaleik á ferlinum. Sú belgíska gaf út að mótið yrði hennar síðasta á atvinnumótaröðinni.
„Ég hef spilað marga af mínum bestu tennisleikjum á Opna bandaríska. Staðurnin hefur veitt mér innblástur og þetta er góður staður til að hætta. Ég vildi samt að það hefði ekki verið strax í dag," sagði Clijsters vann þrívegis sigur á mótinu í New York á ferli sínum.
„Þetta hefur verið frábært ævintýri. Svo sannarlega þess virði en ég hlakka til næsta hluta í lífi mínu," segir Clijsters sem er 29 ára og ætlar að einbeita sér að fjölskyldu sinni.
Síðasta einliðaleik Clijsters lauk með svekkjandi tapi
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið





„Það var engin taktík“
Fótbolti



Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma
Íslenski boltinn

