Erlent

Leiðtogar sértrúarsafnaðar teknir af lífi

Frá mótmælum í Japan.
Frá mótmælum í Japan. mynd/AFP
Tveir fyrrverandi leiðtogar sértrúarsafnaðar í Japan voru teknir af lífi í nótt. Um er að ræða karl og konu en þau voru fundin sek um að hafa myrt sex einstaklinga í særingarathöfnum á nokkurra ára tímabili.

Grunur lék á að konan væri haldin geðveilu. Verjandi hennar hélt því fram að hún hefði ekki verið ábyrgð gerða sinna. Parið var hengt í nótt.

Aðeins örfá iðnvædd lönd leyfa enn dauðarefsingar, Japan er eitt af þeim. Í gegnum tíðina hafa mannréttindasamtök gagnrýnt yfirvöld í Japan harðlega vegna beitingu dauðarefsinga.

Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneyti Japans eru rúmlega 130 fangar sem nú bíða aftöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×