Erlent

Börnin fá ekki mat í skólanum

Mynd/Anton Brink
Hundruð barna hælisleitenda á sænsku eyjunni Öland í Eystrasalti fá engan skólamat á vegum sveitarfélagsins. Yfirmaður menntamála í Borgholm segir fjölskyldurnar þegar fá matarstyrk frá sveitarfélaginu. Þess vegna geti börnin borðað heima.

Í frétt á vef Dagens Nyheter segir að skólahjúkrunarfræðingur hafi gert viðvart vegna málsins.

Komið hefur verið upp bráðabirgðaskóla fyrir yfir 200 börn hælisleitenda í Borgholm á Öland. Ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu segir lögin skýr, börn hælisleitenda eigi að fá ókeypis skólamáltíðir eins og önnur börn í Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×