Erlent

Obama fær byr undir vængina

Mitt Romney þarf að herða róðurinn í Flórída og Ohio. fréttablaðið/AP
Mitt Romney þarf að herða róðurinn í Flórída og Ohio. fréttablaðið/AP
Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur bætt við sig töluverðu fylgi í nokkrum þeirra ríkja þar sem fylgismunur hans og Mitt Romneys hefur verið hvað minnstur.

Þar á meðal er Obama kominn með nokkuð forskot í Iowa og Virginíu, auk þess sem Romney þarf að herða róðurinn í Flórída og Ohio ef hann á að eiga minnstu möguleika á sigri í forsetakosningunum 6. nóvember.

Mánuðum saman hefur verið mjótt á mununum milli þeirra, en Romney hefur orðið fyrir hverju skakkafallinu á fætur öðru.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×