Erlent

Tveir ákærðir fyrir hlandhneyksli í Afganistan

Mynd úr myndbandinu sem birtist á vefnum.
Mynd úr myndbandinu sem birtist á vefnum.
Tveir hermenn í bandaríska hernum hafa verið ákærðir fyrir að kasta þvagi á lík hermanna Talibana í Afganistan á síðasta ári en myndir birtust á netinu af atvikinu og myndband á Youtube. Málið vakti gríðarlega reiði í Mið-Austurlöndum á sínum tíma enda virðingarleysið algjört.

Það eru hermennirnir Joseph W. Chamblin og Edward W. Deptola sem hafa verið ákærðir en mál þeirra verður tekið fyrir í herrétti bandaríska hersins. Aðrir hermenn sem eru lægra settir en þessir tveir, hafa þegar verið refsað fyrir sinn hlut í málinu samkvæmt fréttaveitunni AP.

Hlandhneykslið er aðeins eitt af fjölmörgum og misalvarlegum brotum sem bandarískir hermenn hafa orðið uppvísir af. Það alvarlegasta er þegar hermaður myrti óbreytta borgara með köldu blóði í þorpi í Afganistan á síðasta ári. Þá vakti það gríðarlega reiði þegar myndir náðust af bandarískum hermönnum að brenna kóraninn í Afganistan.

Hlandhneykslið átti sér stað í júlí á síðasta ári en það var strax fordæmt af ráðamönnum og hershöfðingjum bandaríska hersins sem reyna að koma á sáttum við Talibana í Afganistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×