Enski boltinn

John Aldridge: Við erum að verða að aðhlátursefni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Aldridge og Ian Rush.
John Aldridge og Ian Rush. Mynd/Nordic Photos/Getty
John Aldridge, fyrrum framherji Liverpool, hefur lýst yfir miklum áhyggjum með stöðu mála hjá félaginu en Liverpool-liðið hefur aðeins náð í átta stig úr tólf leikjum frá áramótum og er nú komið niður í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Aldridge segir að Liverpool sé í krísu.

„Það að liðið sé aðeins búið að ná í átta stig af 36 mögulegum síðan í ársbyrjun er skelfilegt og það er bara árangur hjá liði í fallbaráttuformi. Það segir meira en mörg orð að þetta sé versta gengi liðsins í efstu deild síðan 1954," segir John Aldridge í viðtali við Liverpool Echo.

„Við erum að verða að aðhlátursefni. Eins og staðan er í dag þá er það bara vandræðalegt að vera stuðningsmaður Liverpool og það er eitthvað sem ég hef aldrei sagt áður," sagði Aldridge.

John Aldridge skoraði 50 mörk í 83 leikjum með Liverpool frá 1987 til 1989 og varð enskur meistari með liðnu 1988 og enskur bikarmeistari með liðinu 1989. Liðið varð annaðhvort í 1. eða 2. sæti þau þrjú tímabil sem hann spilaði á Anfield og komst tvisvar í bikarúrslitin á Wembley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×