Trúlofuðu sig á Íslandi 31. desember 2012 06:00 Rómantík í Reykjavík. Dean og J.D. trúlofuðu sig hér á landi í fyrra. Fréttablaðið/Valli "Ætli þetta séu ekki orðin tíu skipti,“ segir kanadíski kvikmyndaleikstjórinn Dean DeBlois þegar hann er spurður hversu oft hann hafi heimsótt Ísland. Dean er staddur hér á landi ásamt unnusta sínum, J.D. George, en þeir eru búsettir í Los Angeles, og er það í fjórða skipti sem leikstjórinn upplifir íslensk áramót. Um leið fagna þeir eins árs trúlofunarafmæli sínu, en bónorðið var borið upp eftir þriggja ára samband þann 30. desember í fyrra. "Ég bað hans á meðan við fylgdumst með mikilfenglegri norðurljósasýningu við Reykjanesvita,“ segir Dean, en hann var með hringinn í vasanum og hafði ákveðið að láta slag standa ef þeir sæju norðurljós. "Eins og staðan er núna getum við ekki gift okkur í Kaliforníu, þó við gætum það í Kanada þar sem ég er kanadískur, en við bíðum bara spakir,“ bætir Dean við, og segir að þeir geti einnig vel hugsað sér að láta pússa sig saman hér. Dean kom hingað fyrst árið 2006 eftir að hafa lengi haft brennandi áhuga á landinu vegna tónlistarinnar héðan. Í kjölfarið fór hann í samstarf með hljómsveitinni Sigur Rós en hann leikstýrði tónleikamyndinni Heima sem kom út ári síðar. Síðan þá hefur hann verið með annan fótinn hér og kann hann vel við íslensku áramótahefðirnar. "Við gerum eiginlega aldrei alveg það sama á áramótunum, og í raun höfum við ekki hugmynd um hvað við gerum í kvöld. Vanalega förum við þó í veislu hjá einhverjum vina okkar, borðum góðan mat, horfum á Áramótaskaupið og fylgjumst auðvitað með flugeldunum á miðnætti,“ en Dean skilur lítið í Áramótaskaupinu, þó hann horfi á það árlega. "Við skiljum ekki bofs, en horfum samt.“ haukur@frettabladid.is Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira
"Ætli þetta séu ekki orðin tíu skipti,“ segir kanadíski kvikmyndaleikstjórinn Dean DeBlois þegar hann er spurður hversu oft hann hafi heimsótt Ísland. Dean er staddur hér á landi ásamt unnusta sínum, J.D. George, en þeir eru búsettir í Los Angeles, og er það í fjórða skipti sem leikstjórinn upplifir íslensk áramót. Um leið fagna þeir eins árs trúlofunarafmæli sínu, en bónorðið var borið upp eftir þriggja ára samband þann 30. desember í fyrra. "Ég bað hans á meðan við fylgdumst með mikilfenglegri norðurljósasýningu við Reykjanesvita,“ segir Dean, en hann var með hringinn í vasanum og hafði ákveðið að láta slag standa ef þeir sæju norðurljós. "Eins og staðan er núna getum við ekki gift okkur í Kaliforníu, þó við gætum það í Kanada þar sem ég er kanadískur, en við bíðum bara spakir,“ bætir Dean við, og segir að þeir geti einnig vel hugsað sér að láta pússa sig saman hér. Dean kom hingað fyrst árið 2006 eftir að hafa lengi haft brennandi áhuga á landinu vegna tónlistarinnar héðan. Í kjölfarið fór hann í samstarf með hljómsveitinni Sigur Rós en hann leikstýrði tónleikamyndinni Heima sem kom út ári síðar. Síðan þá hefur hann verið með annan fótinn hér og kann hann vel við íslensku áramótahefðirnar. "Við gerum eiginlega aldrei alveg það sama á áramótunum, og í raun höfum við ekki hugmynd um hvað við gerum í kvöld. Vanalega förum við þó í veislu hjá einhverjum vina okkar, borðum góðan mat, horfum á Áramótaskaupið og fylgjumst auðvitað með flugeldunum á miðnætti,“ en Dean skilur lítið í Áramótaskaupinu, þó hann horfi á það árlega. "Við skiljum ekki bofs, en horfum samt.“ haukur@frettabladid.is
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira