Erlent

Undarlegt grjót fannst á Mars

Steininn var skírður Jake Matijevic, í höfuðið á vísindamanni NASA sem féll frá fyrir nokkrum dögum.
Steininn var skírður Jake Matijevic, í höfuðið á vísindamanni NASA sem féll frá fyrir nokkrum dögum. MYND/NASA
Vitjeppinn Curiosity hefur nú hafið vettvangsrannsóknir sínar á Mars. Fyrstu niðurstöðurnar eru komnar í hús en þær hafa vægast sagt komið vísindamönnum í opna skjöldu.

Meðal fyrstu viðfangsefna Curiosity var stærðarinnar steinn en upphaflega var talið að grjótið væri úr hefðbundnu blágrýti. Svo virðist ekki vera.

Nú hefur komið á daginn að efnasamsetning steinsins samanstendur úr natríum, kalín, magnesín og járni. Þannig líkist grjótið steintegundinni feldspat sem finna má hér á jörðu niðri en um sextíu prósent jarðskorpunnar er einmitt úr þessu bergi.

Það þykir þó afar einkennilegt að finna slíkt berg á rauðu plánetunni enda myndast grjót sem þessi þegar vatnsrík bergkvika kólnar hratt við mikinn þrýsting.

CuriosityMYND/NASA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×