Forsendur Deloitte beinlínis rangar Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. apríl 2012 19:17 Forsendur endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte eru beinlínis rangar þegar þeir reikna út hversu íþyngjandi hækkun veiðigjalds er fyrir útgerðina segir sjávarútvegsráðherra. Þá gerði Íslandsbanki mistök við gerð umsagnar um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða sem bankinn hefur leiðrétt. Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra, segir að löggjafinn hafi um árabil látið hjá líða að gera lagabreytingar til að undistrika betur að um nýtingarréttindi sé að ræða. Hækkun veiðigjalds sé til þess eigandi auðlindarinnar fái sanngjarnt endurgjald fyrir afnot hennar. Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte birti í vikunni niðurstöður úttektar á frumvörpum um sjávarútveg og veiðigjald. Þorvarður Gunnarsson hjá Deloitte hélt því fram að hefði veiðigjaldið verið gildandi lög hefði ríkissjóður tekið til sín 105% af hagnaði sjávarútvegsins á árunum 2001-2010. Steingrímur telur þetta ekki standast þar sem Deloitte gleymi að gera ráð fyrir frádrætti af tekjuskatti vegna veiðigjaldsins o.fl. „Þess vegna erum við að koma á framfæri okkar athugasemdum eftir lauslega skoðun á þessu mati Deloitte og Íslandsbanka. Og okkur sýnist strax ljóst að þeir gefa sér forsendur sem ekki eru að öllu leyti í samræmi við inntak frumvarpsins og er það þó nokkuð rækilega útskýrt í greinargerð þess. En okkur gengur auðvitað eingöngu það til að umræðan um þetta sé málefnaleg og byggð á rökum," segir Steingrímur. Steingrímur segir Deloitte til dæmis gleyma að taka áhrif veiðigjalds til lækkunar tekjuskatts. „Það eru líka fleiri frádráttarliðir sem ekki er þarna tekið mið af eins og afsláttur af fyrstu 30 tonnunum og fyrstu 100 tonnunum, lækkun veiðigjalds eða jafnvel niðurfelling í einstökum greinum þar sem afkoman víkur verulega frá meðaltalinu," segir Steingrímur.Íslandsbanki leiðrétti mistök sín og setti inn nýja umsögn Í umsögn Íslandsbanka um frumvarp til nýrra heildarlaga um stjórn fiskveiða er fjallað um skerðingu á fjórum bolfiskstegundum, en um er að ræða það sama og á yfirstandandi fiskveiðiári. Ekki er því um eiginlega skerðingu að ræða. Guðný Helga Herbertsdóttir, talsmaður Íslandsbanka, segir að bankinn hafi ekki gætt að því gerð álitsins að um óbreytt magn væri að ræða. Bankinn hafi nú leiðrétt þetta og uppfært álitið og standi við það að öðru leyti, en bankinn telur að frumvörpin tvö leiði til þess að fjárfestingar í sjávarútvegi muni dragast verulega saman. Þá muni frumvörpin hafa neikvæð áhrif á efnahag viðskiptabankanna þriggja, verði þau að lögum. „Álitið er í sex liðum og stendur Íslandsbanki við það álit að frumvörpin muni hafa veruleg áhrif á rekstrarafkomu sjávarútvegsfyrirtækja, sjávarútveginn í heild sinni og íslenskt efnahagslíf," segir Guðný. Þess skal getið að bankinn hefur mikilla hagsmuna að gæta enda er hann með veð í stórum hluta íslenska fiskveiðiflotans og mikið af aflahlutdeildum eru bundnar við þessi skip. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira
Forsendur endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte eru beinlínis rangar þegar þeir reikna út hversu íþyngjandi hækkun veiðigjalds er fyrir útgerðina segir sjávarútvegsráðherra. Þá gerði Íslandsbanki mistök við gerð umsagnar um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða sem bankinn hefur leiðrétt. Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra, segir að löggjafinn hafi um árabil látið hjá líða að gera lagabreytingar til að undistrika betur að um nýtingarréttindi sé að ræða. Hækkun veiðigjalds sé til þess eigandi auðlindarinnar fái sanngjarnt endurgjald fyrir afnot hennar. Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte birti í vikunni niðurstöður úttektar á frumvörpum um sjávarútveg og veiðigjald. Þorvarður Gunnarsson hjá Deloitte hélt því fram að hefði veiðigjaldið verið gildandi lög hefði ríkissjóður tekið til sín 105% af hagnaði sjávarútvegsins á árunum 2001-2010. Steingrímur telur þetta ekki standast þar sem Deloitte gleymi að gera ráð fyrir frádrætti af tekjuskatti vegna veiðigjaldsins o.fl. „Þess vegna erum við að koma á framfæri okkar athugasemdum eftir lauslega skoðun á þessu mati Deloitte og Íslandsbanka. Og okkur sýnist strax ljóst að þeir gefa sér forsendur sem ekki eru að öllu leyti í samræmi við inntak frumvarpsins og er það þó nokkuð rækilega útskýrt í greinargerð þess. En okkur gengur auðvitað eingöngu það til að umræðan um þetta sé málefnaleg og byggð á rökum," segir Steingrímur. Steingrímur segir Deloitte til dæmis gleyma að taka áhrif veiðigjalds til lækkunar tekjuskatts. „Það eru líka fleiri frádráttarliðir sem ekki er þarna tekið mið af eins og afsláttur af fyrstu 30 tonnunum og fyrstu 100 tonnunum, lækkun veiðigjalds eða jafnvel niðurfelling í einstökum greinum þar sem afkoman víkur verulega frá meðaltalinu," segir Steingrímur.Íslandsbanki leiðrétti mistök sín og setti inn nýja umsögn Í umsögn Íslandsbanka um frumvarp til nýrra heildarlaga um stjórn fiskveiða er fjallað um skerðingu á fjórum bolfiskstegundum, en um er að ræða það sama og á yfirstandandi fiskveiðiári. Ekki er því um eiginlega skerðingu að ræða. Guðný Helga Herbertsdóttir, talsmaður Íslandsbanka, segir að bankinn hafi ekki gætt að því gerð álitsins að um óbreytt magn væri að ræða. Bankinn hafi nú leiðrétt þetta og uppfært álitið og standi við það að öðru leyti, en bankinn telur að frumvörpin tvö leiði til þess að fjárfestingar í sjávarútvegi muni dragast verulega saman. Þá muni frumvörpin hafa neikvæð áhrif á efnahag viðskiptabankanna þriggja, verði þau að lögum. „Álitið er í sex liðum og stendur Íslandsbanki við það álit að frumvörpin muni hafa veruleg áhrif á rekstrarafkomu sjávarútvegsfyrirtækja, sjávarútveginn í heild sinni og íslenskt efnahagslíf," segir Guðný. Þess skal getið að bankinn hefur mikilla hagsmuna að gæta enda er hann með veð í stórum hluta íslenska fiskveiðiflotans og mikið af aflahlutdeildum eru bundnar við þessi skip. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira