Innlent

Kom í heiminn á heimili sínu

Lítið stúlkubarn var aldeilis að flýta sér í heiminn í nótt og gaf ekki einu sinni foreldrum sínum tækifæri til að komast upp á fæðingardeild.

Sjúkraflutningamenn tóku á móti stúlkunni á heimili hennar í Grafarvogi og fluttu svo á fæðingardeild Landspítalans. Fæðingin gekk vel samkvæmt upplýsingum fréttastofu.

Í nógu var að snúast hjá sjúkraflutningamönnum á höfuðborgarsvæðinu í nótt og voru alls þrjátíu og fimm flutningar á spítala og þar af voru þrír þeirra flutningar á fæðingardeild Landspítalans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×