Erlent

Forsætisráðherra Líbýu vikið úr starfi

Mustafa Abu Shagur forsætisráðherra Líbýu hefur verið vikið úr starfi. Þetta gerðist í framhaldi af því að Shagur mistókst í annað sinn að fá meirihlutastuðing á þingi landsins fyrir ríkisstjórn sína.

Í framhaldinu hvatti Shagur til þess að 10 manna neyðarstjórn yrði komið á í Líbýu. Shagur var fyrsti kjörni forsætisráðherra landsins en hann gat ekki mætt kröfum ýmissa flokka á þingu um fjölda ráðherra í nýrri stjórn þótt að lokum hafi hann komið með tillögu um 29 ráðherra stjórn.

Þingið hefur nú þrjár til fjórar vikur til að mynda nýja ríkisstjórn að því er segir í frétt á BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×