Lífið

Russell hæstánægður með góða tónleika

Russel Crowe er hæstánægður með tónleikana á Menningarnótt. Hann þakkar gestunum fyrir á Twitter síðu sinni. Russel tróð upp á þremur stöðum í gær, meðal annars í Hörpunni.

Það er óhætt að segja að hápunktur tónleika kappans hafi verið náð á tónleikum X-977 í portinu á bak við skemmtistaðinn Ellefuna í gærkvöldi. Þá tróð pönkdrottningin Patti Smith óvænt upp með kappanum og félaga hans, Alan Doyle.

Saman tóku þau lagið Because of the night en hundruðir gesta voru í portinu, meðal annars var bílastæðahúsið troðfullt af gestum sem hlustuðu á tónleikana.

Russel, Patti og Alan fögnuðu svo góðum tónleikum síðar um kvöldið og við það tilefni var meðfylgandi mynd tekin sem mátti finna á Twitter síðu Alan Doyle.

Meðfylgjandi er myndband af flutningi þeirra sem áhorfandi tók upp og birti á Youtube.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.