Stórleikarinn Val Kilmer hefur látið lítið fyrir sér fara að undanförnu og brá mörgum í brún þegar hann sást í göngutúr í Malibu í vikunni. Val er búinn að vera ansi hreint duglegur og búinn að léttast um fjöldamörg kíló síðustu mánuði.
Ekki er langt síðan það var ekki sjón að sjá Val sem bætti ansi miklu á sig á stuttum tíma.
Spengilegur í hvítri skyrtu.Val er enn eftirsóttur sem leikari og leikur hann í nýjustu mynd Terrence Malick ásamt Christian Bale, Cate Blanchett, Ryan Gosling og Natalie Portman.