Innlent

Reykurinn kom úr örbylgjuofninum

Frá útkallinu fyrr í dag.
Frá útkallinu fyrr í dag.
Lítil hætta reyndist vera á ferð varðandi eld sem í fyrstu var talinn koma úr JL húsinu. Í ljós kom að reykur kom frá íbúð úr fjölbýlishúsi sem snýr að portinu á bak við JL húsið.

Þar virðist reykurinn hafa komið úr örbylgjuofni á heimili og því ekki jafn mikil hætta á ferð og í fyrstu var talið.

Þetta er annað stóra útkallið hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu en í hádeginu í dag var slökkviliðið kallað út vegna gruns um eldsvoða í verslunar- og skrifstofuhúsnæði í Lágmúla.

Þannig var tilkynnt um reyk og hugsanlegan eld í Vídeóhöllinni. Í ljós kom að einhver hafði verið að grilla fyrir aftan húsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×