Tónlist

Sungu fyrir Bó

Myndir/Mummi Lú
Prufur fyrir Jólastjörnuna 2012 voru haldnar á Hótel Hilton Nordica og má segja að dómnefndin standi frammi fyrir erfiðu vali. Keppendurnir tíu sem mættu í prufurnar voru valdir úr 500 innsendum myndböndum og voru allir mjög frambærilegir söngvarar og hver öðrum betri.

Þau tíu sem eru í úrslitum munu öll syngja á væntanlegri jólaplötu Börgvins sem Sena gefur út. Keppendurnir eru nú á fullu við upptökur á plötunni enda stutt í jólin.

Keppendur hafa því nóg fyrir stafni meðan þau bíða úrslita, en Jólastjarnan í ár stígur á svið með Björgvini Halldórssyni og fleiri stórsöngvurum á hinum árlegu jólatónleikum; Jólagestir Björgvins.

Gunni, Diddú, Björgvin og Þórunn skipa dómnefnd.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×