Erlent

Sló í brýnu milli mótmælenda

Frá Kaíró.
Frá Kaíró. mynd/AFP
Það sló í brýnu milli fylgismanna Mohammed Mursi, forseta Egyptalands, og andstæðinga hans á Frelsistorginu í Kaíró í dag. Forsetinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa beitt forsetatilskipun um að ríkissaksóknari Egyptalands yrði gerður að erindreka landsins í Páfagarði.

Mótmælendurnir köstuðu steinum og öðru lauslegu hvor að öðrum. Að minnsta kosti tíu slösuðust í átökunum.

Á dögunum voru nokkrir stuðningsmenn Mubaraks, fyrrverandi einræðisherra Egyptalands, sýknaðir af ákæru um að hafa staðið að árásum á mótmælendur þegar stjórnarbyltingin stóð sem hæst í fyrra. Mikil reiði er meðal almennings í Egyptalandi vegna niðurstöðu málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×