Erlent

Samkomulag um þjóðaratkvæði í Skotlandi

Samkomulag hefur náðst um að Skotar haldi þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort þjóðin vilji tilheyra Stóra Bretlandi áfram eða ekki.

Reiknað er með að atkvæðageiðslan fari fram haustið 2014. Þeir David Cameron forsætisráðherra Bretlands og Alex Salmond leiðtogi skosku heimastjórnarinnar undirrituðu samkomulagið um helgina.

Í frétt á vefsíðu BBC segir að um einfalda já eða nei atkvæðagreiðslu verði að ræða og að kosningaaldurinn verði lækkaður í 16 ár í henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×