Sport

Birnirnir borðuðu Kúrekana

Romo var ekki sáttur með sjálfan sig í nótt.
Romo var ekki sáttur með sjálfan sig í nótt.
Leikstjórnandi Dallas Cowboys, Tony Romo, átti skelfilegan leik í nótt þegar lið hans steinlá á heimavelli, 18-34, gegn Chicago Bears.

Romo kastaði fimm boltum í hendur andstæðinganna og vörn Bears skilaði tveimur af þessum boltum í endamarkið hjá Dallas.

Dallas er nú búið að vinna tvo leiki og tapa tveimur á meðan Chicago hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum.

Þetta var lokaleikur fjórðu umferðar en fimmta umferðin hefst aðfararnótt föstudags.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×