Erlent

Leikarinn Herbert Lom er látinn

Leikarinn Herbert Lom er látinn 85 ára að aldri. Hann lést í svefni á heimili sínu.

Lom er einkum þekktur fyrir hlutverk sitt sem lögreglustjórinn Dreyfuss í myndunum um Bleika pardusinn.

Lom sem fæddist í Tékklandi og lærði þar leiklist en hann bjó síðan nær alla starfsævi sína í London.

Hann lék í yfir 100 kvikmyndum á ferli sínum og má þar m.a. nefna myndirnar The Ladykillers, Spartacus og El Cid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×