Fótbolti

Valencia: Dómarinn er trúður

Valencia fær hér rauða spjaldið í leiknum.
Valencia fær hér rauða spjaldið í leiknum.
Antonio Valencia, landsliðsmaður Ekvador og leikmaður Man. Utd, var brjálaður út í dómarann í landsleik Ekvador og Úrúgvæ. Valencia fékk rauða spjaldið í leiknum.

Valencia var þó aðallega brjálaður yfir því að dómarinn skildi sleppa því að dæma vítaspyrnu í leiknum sem endaði 1-1.

"Dómarinn er trúður. Hvernig gat hann sleppt því að dæma víti? Við erum í Úrúgvæ en ekki í öðrum heimi. Hann gerði það sama í síðustu undankeppni. Þessi maður er til skammar og algjör trúður," sagði Valencia brjálaður.

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, gleðst þó líklega aðeins enda fer Valencia í bann og sleppur því líklega við eitt langt ferðalag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×