Sport

Datt í það eftir sigurinn á Denver og keyrði fullur heim

Turner er hér á ferðinni í leiknum gegn Denver.
Turner er hér á ferðinni í leiknum gegn Denver.
Hlaupari Atlanta Falcons í NFL-deildinni, Michael Turner, var heldur betur í stuði eftir sigurinn á Denver í nótt því hann hellti hraustlega í sig eftir leikinn og keyrði heim.

Hinn þrítugi Turner átti ágætan leik gegn Denver og skoraði eitt snertimark í 27-20 sigri á Broncos.

Hann ákvað greinilega að halda upp á það eftir leik því hann fór ekki heim fyrr en 5 um nóttina. Þá stöðvaði lögreglan hann og handtók eftir að í ljós kom að leikmaðurinn var ölvaður.

Honum var sleppt um morgunin eftir að hafa greitt háa tryggingu.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×