Sport

Cowboys verðmætasta NFL-félagið

Jones ásamt leikstjórnanda sínum, Tony Romo.
Jones ásamt leikstjórnanda sínum, Tony Romo.
Jerry Jones, eigandi Dallas Cowboys, getur glaðst yfir ýmsu þessa dagana. Lið hans vann opnunarleik NFL-deildarinnar í gær gegn meisturum NY Giants og félag hans er verðmætasta íþróttalið Bandaríkjanna samkvæmt Forbes-tímaritinu.

Forbes metur Cowboys á 2,1 milljarð bandaríkjadala en þetta er í fyrsta skipti sem félag kemst yfir tveggja milljarða múrinn hjá Forbes. Þetta er sjötta árið í röð sem Cowboys er verðmætasta félag deildarinnar.

Aðeins eitt íþróttafélag í heiminum er verðmætara en Cowboys að mati Forbes en það er Man. Utd sem Forbes metur á 2,24 milljarða bandaríkjadala.

Félögin í næstu sætum eru svona:

2. New England Patriots - 1,63 milljarðar.

3. Washington Redskins - 1,6

4. New York Giants - 1,46

5. Houston Texans - 1,3

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×