Lífið

Íslenskar bókmenntir heilla Crowe

Ástralska kvikmyndastjarnan Russel Crowe
Ástralska kvikmyndastjarnan Russel Crowe
Russel Crowe var á mánudag og þriðjudag við tökur í Reynisfjöru fyrir kvikmyndina Noah sem er í upptökum á landinu þessa dagana.

Þar var honum sýndur hellirinn sem Jón Steingrímsson eldklerkur dvaldi í og er sögusvið bókarinnar Skáldsaga um Jón & hans rituðu bréf til barnshafandi konu sinnar þá hann dvaldi í helli yfir vetur.

Þegar Crowe var sögð sagan af erkiklerknum sýndi hann bókinni, sem er eftir Ófeig Sigurðsson og kom út árið 2010, mikinn áhuga og var gerð leit í skyndi að enskri útgáfu. Því miður voru einungis til nokkrir kaflar sem hann fékk þó til lesturs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.