Lífið

Hjólaði með sixpensara

Tony Bennett með gleraugu með gulu gleri.
Tony Bennett með gleraugu með gulu gleri.
Galdurinn að baki góðu formi Hollywood-stjarnanna er greinilega að stunda líkamsrækt því ekki sleppa þær slíkri iðju í heimsóknum sínum til Íslands. Þar á meðal er Russell Crowe sem hefur æft af miklum móð í bardagaklúbbnum Mjölni og World Class í Laugum og Jennifer Connelly í World Class á Seltjarnarnesi.

Stórsöngvarinn Tony Bennett bættist í hópinn um hádegisbil á föstudag þegar hann tók vel á því í líkamsrækt Nordica Spa á Hilton hótelinu til að hita sig upp fyrir tónleika sína í Hörpu um kvöldið. Þar hjólaði hann við hlið almennra gesta og þótti bera af í klæðaburði en hann bar ljósan sixpensara á höfði og gleraugu með gulu gleri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.