Lífið

Sendlar mættu með gjafir og blóm til Ásdísar Ránar

Ásdís Rán varð 33 ára 12. ágúst síðastliðinn.
Ásdís Rán varð 33 ára 12. ágúst síðastliðinn. Mynd/einkasafn
Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir er nýflogin til Búlgaríu eftir mánaðardvöl hér á landi. Hún átti afmæli síðasta sunnudag 12. ágúst. Hún splæsti þennan dag í nýjan kjól og tók á móti vinum og kunningjum sem hún hefur eignast í Búlgaríu.

„Ég var vakin um morguninn ánægjulega af sendlum sem komu færandi hendi með blóm og gjafir. Það var alveg yndislegt að fara á fætur svona," svarar Ásdís spurð hvernig afmælisdagurinn var í Búlgaríu.

„Svo skrapp ég niður í bæ og naut veðurblíðunnar með dóttur minni og keypti mér kjól í tilefni dagsins. Eftir það fórum við heim og vinir og kunningjar byrjuðu að streyma í heimsókn þannig að þetta var allt mjög ánægjulegt."

Ásdís Rán heldur úti aðdáendasíðu á Facebook - sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.