Lífið

Þórunn Antonía og vinkonur með fatamarkað

Þórunn Antonía, Sylvía Dögg, Heba Björg og Vala Björk selja fötin sín á morgun fimmtudag í gömlu Dogma búðinni.
Þórunn Antonía, Sylvía Dögg, Heba Björg og Vala Björk selja fötin sín á morgun fimmtudag í gömlu Dogma búðinni. mynd/einkasafn
Þórunn Antonía Magnúsdóttir söngkona, sem gaf nýverið út plötuna Star-Crossed,heldur fatamarkað með vinkonum sínum fyrir neðan Dillon í gömlu Dogma búðinni Laugavegi 30 á morgun fimmtudag klukkan 16:00.

„Við vinkonurnar Sylvía Dögg, Heba Björg og Vala Björk ætlum að tæma úr skápunum og allt á að seljast. Þær hafa allar unnið í tískubransanum til margra ára og eru einstaklega vel til hafðar öllum stundum þannig að ég veit að það leynast gullmolar hjá þeim, sjálf hef ég safnað að mér vintage fötum frá því að ég var unglingur og einnig á ég helling af fatnaði sem ég hef notað á tónleikaferðalögum, í Steindanum Okkar og Týndu Kynslóðinni sem leita sér nýrra eigenda.

Þetta verður brjálað stuð fyrstir koma fyrstir fá."

„Svo verður farið með allt sem er afgangs í Kolaportið á sunnudeginum," segir Þórunn.

Fatamarkaðurinn á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.