Lífið

Karitas fær lofsamlega dóma

Sendir frá sér nýja skáldsögu í haust.
Sendir frá sér nýja skáldsögu í haust.
Gagnrýnendur í Noregi fara lofsamlegum orðum um skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur, Karitas án titils, sem kom út í norskri þýðingu fyrir skömmu.



Gagnrýnandi Verdens gang gefur bókinni fullt hús stiga, sex af sex mögulegum, og segir bókina kröftuga og litríka frásögn af listamanni sem sé uppfullur af löngun, efa, gleði og togstreitu.

Gagnrýnandi Adresseavisen í Þrándheimi tekur í svipaðan streng; hann segir bókina margslungna og sverja sig í ætt við verk á borð við Sölku Völku og Sjálfstætt fólk. Þá segir gagnrýnandi Dagbladet að Karítas án titils búi yfir öllu sem góð saga þurfi að búa yfir.



Karitas án titils kom fyrst út árið 2004. Í henni segir frá Karitas Jónsdóttur, sem fæðist á Íslandi í upphafi 20. aldar en flytur til Kaupmannahafnar til að gerast listamaður. Bókin var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir hönd Íslands árið 2006. Ári síðar kom framhaldsbókin Óreiða á striga út.

Kristín sendi síðast frá sér skáldsöguna Karlsvagninn 2009 en von er á nýrri bók frá henni fyrir jól.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.