Fjögur badmintonpör á ÓL ákærð fyrir að reyna ekki að vinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2012 09:00 Indónesíska parið sem reyndi að tapa viðureign sinni í gær og tókst ætlunarverk sitt. Í baksýn er dómarinn sem hafði sýnt þeim svarta spjaldið og þar með dæmt þær úr leik - en dregið það svo til baka. Mynd/Nordic Photos/Getty Alþjóða badmintonsambandið hefur ákært fjögur badmintonpör á Ólympíuleikunum í London fyrir að reyna ekki að vinna leiki sína í gær en öll voru þau að reyna að tapa sínum leik til þess að fá léttari andstæðing í átta liða úrslitum. Tvö paranna koma frá Suður-Kóreu en hin eru frá Kína og Indónesíu. Það eru því átta íþróttamenn sem gætu átt á hættu að vera dæmd úr keppni en margir eru þeirra skoðunar að allir átta badmintonspilararnir ættu að vera sendir heim fyrir óíþróttamannslega hegðun. Áhorfendur bauluðu á meðan þessu öllu stóð en leikur Rögnu Ingólfsdóttur tafðist sem dæmi í 75 mínútur vegna þess að indónesískt og suður-kóreskt par gerðu að því virtist allt til þess að tapa sínum leik. Suður-Kóreska parið vann leikinn á endanum og eftir leik sakaði þjálfari þeirra kínverskt par um að hafa byrjað á þessu fyrr um daginn. Hvorugt paranna vildi mæta öðru kínversku pari og nú er ljóst að Kínverjarnir geta ekki mæst fyrr en í úrslitunum. Spilararnir eru Meiliana Juahari og Greysia Polii frá Indónesíu, Yu Yang og Wang Xiaoli frá Kína, Jung Kyung-eun og Kim Ha-na frá Suður-Kóreu og Ha Jung-Eun og Kim Min-Jung frá Suður-Kóreu. Næsti leikur þeirra allra er klukkan fjögur í dag og því verður agnefnd alþjóða badmintonsambandsins að vinna hratt. Önnur umræddra viðureigna fór fram á undan leik Rögnu Ingólfsdóttur í gær og var henni lýst hér á Vísi. Lýsinguna má lesa hér fyrir neðan og hefst hún á færslu sem er merkt klukkan 20.15. Tengdar fréttir Leik lokið: Ragna úr leik eftir hetjulega baráttu Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir beið lægri hlut í tveimur lotum gegn Jie Yao frá Hollandi í tveimur lotum, 12-21 og 23-25, í F-riðli badmintonkeppni Ólympíuleikanna. Ragna hefur þar með lokið keppni á mótinu. 31. júlí 2012 18:16 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Nú hefst aðventan: HM í pílu af stað í kvöld Fór úr vondum degi í enn verri dag Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sjá meira
Alþjóða badmintonsambandið hefur ákært fjögur badmintonpör á Ólympíuleikunum í London fyrir að reyna ekki að vinna leiki sína í gær en öll voru þau að reyna að tapa sínum leik til þess að fá léttari andstæðing í átta liða úrslitum. Tvö paranna koma frá Suður-Kóreu en hin eru frá Kína og Indónesíu. Það eru því átta íþróttamenn sem gætu átt á hættu að vera dæmd úr keppni en margir eru þeirra skoðunar að allir átta badmintonspilararnir ættu að vera sendir heim fyrir óíþróttamannslega hegðun. Áhorfendur bauluðu á meðan þessu öllu stóð en leikur Rögnu Ingólfsdóttur tafðist sem dæmi í 75 mínútur vegna þess að indónesískt og suður-kóreskt par gerðu að því virtist allt til þess að tapa sínum leik. Suður-Kóreska parið vann leikinn á endanum og eftir leik sakaði þjálfari þeirra kínverskt par um að hafa byrjað á þessu fyrr um daginn. Hvorugt paranna vildi mæta öðru kínversku pari og nú er ljóst að Kínverjarnir geta ekki mæst fyrr en í úrslitunum. Spilararnir eru Meiliana Juahari og Greysia Polii frá Indónesíu, Yu Yang og Wang Xiaoli frá Kína, Jung Kyung-eun og Kim Ha-na frá Suður-Kóreu og Ha Jung-Eun og Kim Min-Jung frá Suður-Kóreu. Næsti leikur þeirra allra er klukkan fjögur í dag og því verður agnefnd alþjóða badmintonsambandsins að vinna hratt. Önnur umræddra viðureigna fór fram á undan leik Rögnu Ingólfsdóttur í gær og var henni lýst hér á Vísi. Lýsinguna má lesa hér fyrir neðan og hefst hún á færslu sem er merkt klukkan 20.15.
Tengdar fréttir Leik lokið: Ragna úr leik eftir hetjulega baráttu Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir beið lægri hlut í tveimur lotum gegn Jie Yao frá Hollandi í tveimur lotum, 12-21 og 23-25, í F-riðli badmintonkeppni Ólympíuleikanna. Ragna hefur þar með lokið keppni á mótinu. 31. júlí 2012 18:16 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Nú hefst aðventan: HM í pílu af stað í kvöld Fór úr vondum degi í enn verri dag Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sjá meira
Leik lokið: Ragna úr leik eftir hetjulega baráttu Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir beið lægri hlut í tveimur lotum gegn Jie Yao frá Hollandi í tveimur lotum, 12-21 og 23-25, í F-riðli badmintonkeppni Ólympíuleikanna. Ragna hefur þar með lokið keppni á mótinu. 31. júlí 2012 18:16