Fjögur badmintonpör á ÓL ákærð fyrir að reyna ekki að vinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2012 09:00 Indónesíska parið sem reyndi að tapa viðureign sinni í gær og tókst ætlunarverk sitt. Í baksýn er dómarinn sem hafði sýnt þeim svarta spjaldið og þar með dæmt þær úr leik - en dregið það svo til baka. Mynd/Nordic Photos/Getty Alþjóða badmintonsambandið hefur ákært fjögur badmintonpör á Ólympíuleikunum í London fyrir að reyna ekki að vinna leiki sína í gær en öll voru þau að reyna að tapa sínum leik til þess að fá léttari andstæðing í átta liða úrslitum. Tvö paranna koma frá Suður-Kóreu en hin eru frá Kína og Indónesíu. Það eru því átta íþróttamenn sem gætu átt á hættu að vera dæmd úr keppni en margir eru þeirra skoðunar að allir átta badmintonspilararnir ættu að vera sendir heim fyrir óíþróttamannslega hegðun. Áhorfendur bauluðu á meðan þessu öllu stóð en leikur Rögnu Ingólfsdóttur tafðist sem dæmi í 75 mínútur vegna þess að indónesískt og suður-kóreskt par gerðu að því virtist allt til þess að tapa sínum leik. Suður-Kóreska parið vann leikinn á endanum og eftir leik sakaði þjálfari þeirra kínverskt par um að hafa byrjað á þessu fyrr um daginn. Hvorugt paranna vildi mæta öðru kínversku pari og nú er ljóst að Kínverjarnir geta ekki mæst fyrr en í úrslitunum. Spilararnir eru Meiliana Juahari og Greysia Polii frá Indónesíu, Yu Yang og Wang Xiaoli frá Kína, Jung Kyung-eun og Kim Ha-na frá Suður-Kóreu og Ha Jung-Eun og Kim Min-Jung frá Suður-Kóreu. Næsti leikur þeirra allra er klukkan fjögur í dag og því verður agnefnd alþjóða badmintonsambandsins að vinna hratt. Önnur umræddra viðureigna fór fram á undan leik Rögnu Ingólfsdóttur í gær og var henni lýst hér á Vísi. Lýsinguna má lesa hér fyrir neðan og hefst hún á færslu sem er merkt klukkan 20.15. Tengdar fréttir Leik lokið: Ragna úr leik eftir hetjulega baráttu Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir beið lægri hlut í tveimur lotum gegn Jie Yao frá Hollandi í tveimur lotum, 12-21 og 23-25, í F-riðli badmintonkeppni Ólympíuleikanna. Ragna hefur þar með lokið keppni á mótinu. 31. júlí 2012 18:16 Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sjá meira
Alþjóða badmintonsambandið hefur ákært fjögur badmintonpör á Ólympíuleikunum í London fyrir að reyna ekki að vinna leiki sína í gær en öll voru þau að reyna að tapa sínum leik til þess að fá léttari andstæðing í átta liða úrslitum. Tvö paranna koma frá Suður-Kóreu en hin eru frá Kína og Indónesíu. Það eru því átta íþróttamenn sem gætu átt á hættu að vera dæmd úr keppni en margir eru þeirra skoðunar að allir átta badmintonspilararnir ættu að vera sendir heim fyrir óíþróttamannslega hegðun. Áhorfendur bauluðu á meðan þessu öllu stóð en leikur Rögnu Ingólfsdóttur tafðist sem dæmi í 75 mínútur vegna þess að indónesískt og suður-kóreskt par gerðu að því virtist allt til þess að tapa sínum leik. Suður-Kóreska parið vann leikinn á endanum og eftir leik sakaði þjálfari þeirra kínverskt par um að hafa byrjað á þessu fyrr um daginn. Hvorugt paranna vildi mæta öðru kínversku pari og nú er ljóst að Kínverjarnir geta ekki mæst fyrr en í úrslitunum. Spilararnir eru Meiliana Juahari og Greysia Polii frá Indónesíu, Yu Yang og Wang Xiaoli frá Kína, Jung Kyung-eun og Kim Ha-na frá Suður-Kóreu og Ha Jung-Eun og Kim Min-Jung frá Suður-Kóreu. Næsti leikur þeirra allra er klukkan fjögur í dag og því verður agnefnd alþjóða badmintonsambandsins að vinna hratt. Önnur umræddra viðureigna fór fram á undan leik Rögnu Ingólfsdóttur í gær og var henni lýst hér á Vísi. Lýsinguna má lesa hér fyrir neðan og hefst hún á færslu sem er merkt klukkan 20.15.
Tengdar fréttir Leik lokið: Ragna úr leik eftir hetjulega baráttu Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir beið lægri hlut í tveimur lotum gegn Jie Yao frá Hollandi í tveimur lotum, 12-21 og 23-25, í F-riðli badmintonkeppni Ólympíuleikanna. Ragna hefur þar með lokið keppni á mótinu. 31. júlí 2012 18:16 Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sjá meira
Leik lokið: Ragna úr leik eftir hetjulega baráttu Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir beið lægri hlut í tveimur lotum gegn Jie Yao frá Hollandi í tveimur lotum, 12-21 og 23-25, í F-riðli badmintonkeppni Ólympíuleikanna. Ragna hefur þar með lokið keppni á mótinu. 31. júlí 2012 18:16