Fjögur badmintonpör á ÓL ákærð fyrir að reyna ekki að vinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2012 09:00 Indónesíska parið sem reyndi að tapa viðureign sinni í gær og tókst ætlunarverk sitt. Í baksýn er dómarinn sem hafði sýnt þeim svarta spjaldið og þar með dæmt þær úr leik - en dregið það svo til baka. Mynd/Nordic Photos/Getty Alþjóða badmintonsambandið hefur ákært fjögur badmintonpör á Ólympíuleikunum í London fyrir að reyna ekki að vinna leiki sína í gær en öll voru þau að reyna að tapa sínum leik til þess að fá léttari andstæðing í átta liða úrslitum. Tvö paranna koma frá Suður-Kóreu en hin eru frá Kína og Indónesíu. Það eru því átta íþróttamenn sem gætu átt á hættu að vera dæmd úr keppni en margir eru þeirra skoðunar að allir átta badmintonspilararnir ættu að vera sendir heim fyrir óíþróttamannslega hegðun. Áhorfendur bauluðu á meðan þessu öllu stóð en leikur Rögnu Ingólfsdóttur tafðist sem dæmi í 75 mínútur vegna þess að indónesískt og suður-kóreskt par gerðu að því virtist allt til þess að tapa sínum leik. Suður-Kóreska parið vann leikinn á endanum og eftir leik sakaði þjálfari þeirra kínverskt par um að hafa byrjað á þessu fyrr um daginn. Hvorugt paranna vildi mæta öðru kínversku pari og nú er ljóst að Kínverjarnir geta ekki mæst fyrr en í úrslitunum. Spilararnir eru Meiliana Juahari og Greysia Polii frá Indónesíu, Yu Yang og Wang Xiaoli frá Kína, Jung Kyung-eun og Kim Ha-na frá Suður-Kóreu og Ha Jung-Eun og Kim Min-Jung frá Suður-Kóreu. Næsti leikur þeirra allra er klukkan fjögur í dag og því verður agnefnd alþjóða badmintonsambandsins að vinna hratt. Önnur umræddra viðureigna fór fram á undan leik Rögnu Ingólfsdóttur í gær og var henni lýst hér á Vísi. Lýsinguna má lesa hér fyrir neðan og hefst hún á færslu sem er merkt klukkan 20.15. Tengdar fréttir Leik lokið: Ragna úr leik eftir hetjulega baráttu Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir beið lægri hlut í tveimur lotum gegn Jie Yao frá Hollandi í tveimur lotum, 12-21 og 23-25, í F-riðli badmintonkeppni Ólympíuleikanna. Ragna hefur þar með lokið keppni á mótinu. 31. júlí 2012 18:16 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Sjá meira
Alþjóða badmintonsambandið hefur ákært fjögur badmintonpör á Ólympíuleikunum í London fyrir að reyna ekki að vinna leiki sína í gær en öll voru þau að reyna að tapa sínum leik til þess að fá léttari andstæðing í átta liða úrslitum. Tvö paranna koma frá Suður-Kóreu en hin eru frá Kína og Indónesíu. Það eru því átta íþróttamenn sem gætu átt á hættu að vera dæmd úr keppni en margir eru þeirra skoðunar að allir átta badmintonspilararnir ættu að vera sendir heim fyrir óíþróttamannslega hegðun. Áhorfendur bauluðu á meðan þessu öllu stóð en leikur Rögnu Ingólfsdóttur tafðist sem dæmi í 75 mínútur vegna þess að indónesískt og suður-kóreskt par gerðu að því virtist allt til þess að tapa sínum leik. Suður-Kóreska parið vann leikinn á endanum og eftir leik sakaði þjálfari þeirra kínverskt par um að hafa byrjað á þessu fyrr um daginn. Hvorugt paranna vildi mæta öðru kínversku pari og nú er ljóst að Kínverjarnir geta ekki mæst fyrr en í úrslitunum. Spilararnir eru Meiliana Juahari og Greysia Polii frá Indónesíu, Yu Yang og Wang Xiaoli frá Kína, Jung Kyung-eun og Kim Ha-na frá Suður-Kóreu og Ha Jung-Eun og Kim Min-Jung frá Suður-Kóreu. Næsti leikur þeirra allra er klukkan fjögur í dag og því verður agnefnd alþjóða badmintonsambandsins að vinna hratt. Önnur umræddra viðureigna fór fram á undan leik Rögnu Ingólfsdóttur í gær og var henni lýst hér á Vísi. Lýsinguna má lesa hér fyrir neðan og hefst hún á færslu sem er merkt klukkan 20.15.
Tengdar fréttir Leik lokið: Ragna úr leik eftir hetjulega baráttu Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir beið lægri hlut í tveimur lotum gegn Jie Yao frá Hollandi í tveimur lotum, 12-21 og 23-25, í F-riðli badmintonkeppni Ólympíuleikanna. Ragna hefur þar með lokið keppni á mótinu. 31. júlí 2012 18:16 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Sjá meira
Leik lokið: Ragna úr leik eftir hetjulega baráttu Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir beið lægri hlut í tveimur lotum gegn Jie Yao frá Hollandi í tveimur lotum, 12-21 og 23-25, í F-riðli badmintonkeppni Ólympíuleikanna. Ragna hefur þar með lokið keppni á mótinu. 31. júlí 2012 18:16