Lífið

Brosir þrátt fyrir skilnaðinn

mynd/cover media
Það er ekki að sjá að leikarinn Johnny Depp, 49 ára, sé í sárum eftir skilnaðinn við Vanessu Paradis.

Pirates of the Caribbean stjarnan mætti brosandi út að eyrum á tónleika hjá hljómsveitinni Aerosmith í Hollywood í gærkvöldi.

Johnny var með hattinn á sínum stað og fjaðrirnar um hálsinn leikandi léttur.

Hann hefur ekki verið sjáanlegur undanfarnar vikur en sagan segir að hann hafi lagt sig fram við að rækta börnin sín Lily-Rose, þrettán ára og níu ára gamla Jack.

Eftir tónleikana spjallaði stjarnan við aðdáendur og gaf eiginhandaráritanir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.